Myndband af mörkum Arons

Hér er myndband af mörkum Arons og stoðsendingunni sem hann átti í þriðja markinu:
http://sporten.tv2.dk/2012-09-17-tv-johanssons-vilde-m%C3%A5lstime-kn%C3%A6kker-fcm?forside


mbl.is Aron hækkar í verði og fær betri samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðsmennirnir lítið að spila

Meðan Aron Jóhannsson á hvern stórleikinn á fætur öðrum hjá liði sínu AGF, liði sem hefur unnið þrjá síðustu leiki sína örugglega, en kemst samt sem áður ekki í landsliðshópinn, þá sitja landsliðsmennir margir hverjir á bekknum hjá félagsliðum sínum eða komast ekki einu sinni í leikmannahópinn.
Birkir Bjarnason, sá sem heldur Aroni og fleirum út úr landsliðinu, sat síðast á bekknum allan leikinn hjá Pescara sem er enn á stiga í ítölsku deildinni.
Rúrik Gíslason var ekki einu sinni í hópnum hjá FCK og sama má segja um Jóhann Berg. Hann kemst ekki lengur í lið hjá AZ Alkmaar en kemur inn á í öllum leikjum hjá landsliðinu.
Af Emil Hallfreðarsyni fara engar sögur í ítölsku b-deildinni og Björn Bergmann fær sama sem ekkert að spila í ensku fyrstu deildinni.
Eggert Jónsson kemst ekki í lið hjá Wolves en er alltaf í landsliðshópnum og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, er búinn að vera á bekknum hjá Cardiff í síðustu leikjum.
Er nema von að menn eru farnir að efast um hæfni landsliðsþjálfarans og val hans á liðinu?
mbl.is Aron skoraði tvö og lagði eitt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar fréttamennska!

Þessi frétt er auðvitað bein þýðing úr norsku blaði. Hér er aðeins ljósara yfirlit.

Eftir landsleikina tvo nú í september er staðan á Fifa listanum þessi:

1) Spánn 1611 stig, 2) Þýskaland 1459, 3) Portúgal 1259, 4) Argentína 1208, 5) England 1196, 6) Holland 1141, 7) Úruguay 1140, 8) Ítalía 1106, 9) Kólombía, 10) Grikkland 1029.

Riðill Íslands

14) Sviss, 26) Noregur, 35) Slóvenía, 84) Albanía, 97) Ísland, 106) Kýpur.

 

Ísland hefur þannig hækkað um 21 sæti með þessum tveimur leikjum og Kýpur um 29 sæti! Meira að segja Norðmenn hækkuðu þrátt fyrir tapið gegn Íslandi, eða um 8 sæti.

Hinar Norðurlandaþjóðirnar:

18) Danmörk, 21) Svíþjóð, 88) Finnland.

 

 


mbl.is Ísland mun fara upp um 21 sæti á FIFA-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Guðjón?

Þetta er nokkuð skrítin fyrirsögn á frétt þar sem nafnið Guðjón kemur hvergi fram í henni!
Þá verður maður að gíska. Varla er það Guðjón Þórðarson sem Rúnar er að kalla eftir sem landsliðsþjálfara að nýju. Liðin sem hann hefur verið með undanfarin ár hafa öll fallið niður um deild - eða hann verið rekinn áður.
Þetta hlýtur að vera Guðjón Baldvinsson miðherji Halmstad sem Rúnar er að kalla eftir, enda var Guðjón á mála hjá KR öðru hverju allt þar til í fyrra.

Þessi uppástunga felur þannig í sér gagnrýni á liðsvalið á landsliðinu, enda nokkuð skrítið að sjá miðjumenn spila í stöðu framherja eins og við höfum séð í tveimur síðustu leikjum landsliðsins.

Það eru auðvitað fleiri framherjar sem koma til greina í landsliðið eins og margoft hefur verið bent á. Menn eins og Aron Jóhannsson osfrv. Þá er öflugur framherji eins og Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert notaður þó svo að hann hafi verið kallaður inn í liðið á síðustu stundu.

Vandamálið er sem sé það sama og hjá Óla Jó. Þjálfarinn velur sína uppáhaldsleikmenn eftir eigin geðþótta, alveg sama hvernig þeir standa sig. Afraksturinn er eftir því. Enn ein vonbrigðin.


mbl.is Rúnar vill sjá Guðjón í landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með valið á liðinu?

Er ekki nær fyrir þjálfarann að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þetta sé rétti mannskapurinn sem hann velur?
Þá er líklega nærtækast að horfa til varnartengiliðana fyrst Lars kvartar yfir því að menn verjist ekki sem lið.
Helgi Valur er góður sem slíkur en hann er oft að spila of framarlega og er ekki nógu uppbyggandi.

Aron Einar er þó meira spurningarmerki. Hann er einnig oft út úr stöðu sinni, er mjög lítið í spilinu, seinn og fljótur að gefast upp.
Það að byggja liðið á honum rétt eins og Lars gerir, og Óli Jó. á undan honum, eru stór mistök sem allt liðið líður fyrir. Hvað þá að gera hann að fyrirliða.

Reyndar er stefnan að byggja á 21. árs liðinu frá því fyrra, mistök að mínu mati. Þeir hafa ekki öðlast þá reynslu og þann styrk sem þarf til að standa sig á þessu stigi.

Við höfum fjöldann allan af leikmönnum með mikla reynslu sem enn eru í fullu fjöri og geta leyst verkefnið betur en núverandi leikmenn. Ekki síst afturliggjandi miðjumenn eins og Stefán Gíslason, Ólaf Inga Skúlason og jafnvel Arnar Þór Viðarsson (sem spilaði eins og Kári Árna í landsliðinu á sínum tíma) - já og bróðirinn Davíð Þór.

Vandamálið er bara það að Lagerbaeck nýtti sér ekki æfingarleikina í sumar (fjóra!) til að kíkja á þessa leikmenn og fleiri. Hann notaði alltaf sömu mennina og þetta er árangurinn:
Einhver lélegasti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað undanfarin ár.

Þjálfarinn hlýtur að bera ábyrgð á þessu skipbroti landsliðsins.


mbl.is Verðum að verjast sem lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er liðið?

Er virkilega ekki enn búið að velja liðið, nú einum og hálfum tíma fyrir leik??
Þessi feluleikur með liðið er að verða virkilega hlægilegur hjá Lagerbaeck og engum gerður greiði með því!
Pukur sem þetta gerir mann fráhverfan því að fylgjast með leiknum, svo hætt er við að stemmningin fyrir landsliðið minnki hratt ef þetta heldur áfram - og verði bráðum svipuð og hjá Óla Jó.

Reyndar hefur heyrst af vali liðsins en það er ekki enn opinberlega staðfest svo ég viti. Sú uppstilling kemur ekki á óvart enda er landsliðsþjálfarinn mjög íhaldsamur maður.
Kannski verður þetta liðið næstu árin eða allt þar til Lars hættir?
Samkvæmt því þá byrjar Alfreð Finnbogason ekki frekar en fyrri daginn.
Varla batnar hagur hanns þegar Kolbeinn kemur aftur inn í liðið (og jafnvel Björn Bergmann. Nema auðvitað að lið eins og Chelsea eða Barcelona kaupi hann og hann slái einnig þar í gegn. Þá snýst landsliðsþjálfaranum kannski hugur:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Miðvörður: Sölvi Geir Ottesen
Miðvörður: Ragnar Sigurðsson
Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson (f)
Miðjumaður: Helgi Valur Daníelsson
Hægri kantmaður: Rúrik Gíslason
Vinstri kantmaður: Emil Hallfreðsson
Sóknarmaður: Gylfi Þór Sigurðsson
Sóknarmaður: Birkir Bjarnason

Klukkan 16.01 kom loks fréttin um liðskipanina sem er þessi hér að ofan.


mbl.is Ísland tapaði í fyrsta skipti gegn Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birkir eða Alfreð?

Þetta líklega byrjunarlið er ekkert fjarri lagi, nema kannski með Ara Frey í vinstri bakverðinum. Bjarni Ólafur stóð sig ekkert illa gegn Norðmönnum svo hann gæti vel byrjað inná.

Það er hins vegar spurning með framlínuna. Birkir Bjarnason var slakur í leiknum á föstudaginn, var lítið í spilinu og missti boltann oft klaufalega.

Alferð var aftur á móti mjög ógnandi eftir að hann kom inná, skoraði mjög gott mark og hefði átt að fá vítaspyrnu eftir mjög flottan einleik (meira að segja Norðmenn viðurkenna að þetta var víti).
Að mínu mati höfum við ekki efni á að vera með svo hágæða sóknarmann á bekknum, mann sem heldur varnarmönnum mótherjans við efnið allan tímann.


mbl.is Líklegt byrjunarlið Lars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3-0 fyrir Belga!

Svanasöngur Eyjólfs þjálfara ætlar að enda með ósköpum. 0-3 undir gegn Belgum þegar leiknum er að ljúka.
Tilraunakennt val þjálfarans á liðinu er að hefna sín.
mbl.is Valtað yfir U21 árs liðið í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppin með andstæðinga

Íslensku skáksveitirnar voru svo sannarlega heppnar með andstæðinga í þessu móti og þar með lokaniðurstöðuna.

Karlaliðið, sem tefldi í opnum flokki, tapaði fyrir liðum nr. 29., 35., 45. og 71. sæti eða miðlungsliðum. 

Önnur lið, sem það keppi við og tapaði ekki fyrir, voru nr. 36 (Austurríki), 70, 72, 90, 112, 121 og 129.

Kvennaliðið tapaði fyrir liðum nr. 17, 29, 34, 47 og 50 en ekki gegn liðum nr. 73, 78, 81, 82, 102 og 124.

Vegna þess hve andstæðingarnir voru lélegir voru báðar íslensku sveitirnar að tapa stigum á þessu móti, sem þýðir einfaldlega afturför.

Hvað karlaliðið varðar þá setti það örugglega strik í reikninginn að Héðinn Steingrímsson var settur út úr liðinu rétt fyrir mót, en kvenna liðið er það sterkasta sem landið á völ á.

Að árangurinn sé ekki betri en þetta eftir allt það sem hefur verið gert fyrir skákina á undanförnum árum (og áratugum) sýnir að það þarf að gera gangskör í því að endurskipuleggja starfið frá grunni. Það á sérstaklega við um þjálfunina sem virðist ekki skila neinu þrátt fyrir myndarlega styrki frá ríkki og borg.

 


mbl.is Armenar og Rússar unnu ólympíuskákmótið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingeyri?

Ég sé á fjésbókinni að dýrfirskir vinir mínir eru ekkert sérstaklega hrifnir af landafræðikunnáttu blaðamannsins á mbl.is.

Skrúður er auðvitað ekki á Þingeyri, eins og segir í fréttinni, heldur hinum megin fjarðar, í landi Núps í gamla Mýrarhreppnum (já þar sem gamli héraðsskólinn er!).


mbl.is Fagna nýju hvalbeinahliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 368
  • Frá upphafi: 464743

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 332
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband