Landsliðsþjálfarinn bregst ekki í valinu!

Þetta var nú eins og margir óttuðust. Alfreð Finnbogason er ekki í byrjunarliðinu! Annað sem kemur á óvart (eða kannski ekki miðað við hvernig karlinn hefur stillt upp liðinu í æfingarleikjunum), er að Kári skuli spila í stað Sölva (eða jafnvel að Ragnar skuli vera í byrjunarliðinu!). Tryggð Lars Lagerbaeck við Birki Bjarnason er aðdáunarverð! Hins vegar er ánægjulegt að sjá Helga Val í liðinu en hann hefur verið að spila mjög vel með AIK í Evrópukeppninni

Spá mín fyrir leikinn var þessi:

Gunnleifur Gunnleifsson

Varnarmenn: Grétar Rafn Steinsson / Kári Árnason /  Sölvi Geir Ottesen / Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðjumenn: Rúrík Gíslason / Aron Einar Gunnarsson / Gylfi Þór Sigurðsson / Emil Hallfreðsson

Sóknarmenn:Birkir Bjarnason / Alfreð Finnbogason 

Von mín var hins vegar þessi:

Haraldur Björnsson

Birkir Már Sævarsson / Ragnar Sigurðsson / Sölvi Geir Ottesen / Bjarni Ólafur Eiríksson

Rúrík Gíslason / Ari Freyr Skúlason / Helgi Valur Daníelsson/ Jóhann Berg Guð­mundsson

Alfreð Finnbogason / Gylfi Þór Sigurðsson
mbl.is Fyrsti sigur á Norðmönnum í 25 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska liðið valið!

Þessir byrja í kvöld fyrir Noreg:

Espen Bugge Pettersen

Espen Ruud, Kjetil Wæhler, Brede Hangeland, John Arne Riise

Daniel Braaten, Bjørn Helge Riise, Håvard Nordtveit, Tarik Elyounoussi

Magnus Wolff Eikrem, Mohammed Abdellaoue

 

Eins og venjulega þurfum við Íslendingar að bíða lengur eftir valinu á okkar liði.

 

Hér er mitt "drauma"lið (með þeim sem voru valdir í hópinn, þ.e. án Arons Jóhannssonar sem ætti auðvitað að vera gefinn í byrjunarliðið):

 Haraldur Björnsson

 

Birkir Már Sævarsson / Ragnar Sigurðsson / Sölvi Geir Ottesen / Bjarni Ólafur Eiríksson

Rúrík Gíslason / Ari Freyr Skúlason / Helgi Valur Daníelsson/ Jóhann Berg Guð­mundsson

Alfreð Finnbogason / Gylfi Þór Sigurðsson

 

Spáin er hins vegar þessi:

Gunnleifur Gunnleifsson

Varnarmenn:

Grétar Rafn Steinsson / Kári Árnason /  Sölvi Geir Ottesen / Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðjumenn:

Rúrík Gíslason / Aron Einar Gunnarsson / Gylfi Þór Sigurðsson / Emil Hallfreðsson

Sóknarmenn:

Birkir Bjarnason / Alfreð Finnbogason 

 

 

 


mbl.is TV2 leitaði að íslenskum njósnurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála!

Brian Steen Nielsen er mjög virtur stjóri AGF og var einnig mjög öflugur leikmaður á sinni tíð. Því er tekið eftir því sem hann segir og það hefur mikið vægi.

AGF er einnig þekkt fyrir uppeldisstarf sitt enda leika þar nokkur íslensk ungmenni í unglingaliðum félagsins. Segja má að Aron sé einn þeirra því hann fór ungur út og hefur tekið miklum framförum hjá AGF.

Nú þegar ljóst er að Kolbeinn verður ekki með landsliðinu, og leikur 21 árs liðsins gegn Belgum skiptir engu máli, er furðulegt að enginn hafi verið valinn í stað Kolbeins - og ekki einu sinni leikmaður sem er í eins góðu formi og Aron.

Þá er neikvæður samanburður landsliðsþjálfarans á Aroni og Birni Bergmann enn í fersku minni, svo maður veltir enn frekar fyrir sér hvort Svíinn sé í raun hæfur í starfið.

Árangur Lars úti með sænska landsliðið varð strax miklu lakari eftir að samstarfið við Tommy Söderlund lauksvo það er stór spurning hversu hæfur þjálfari hann er. Hann hefur og aldrei þjálfað félagslið svo reynsla hans er í raun takmörkuð.

En við sjáum til hvernig leikurinn fer í kvöld ....


mbl.is Íslendingar hljóta að vera góðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni?

Ég veit ekki til þess að það ríki mikil bjartsýni fyrir leikinn gegn Noregi.
Til þess eru litlar forsendur.
Sá eini sem hefur verið að sýna eitthvað með landsliðinu, Kolbeinn Sigþórsson, er meiddur, og mikil óvissa um hver spilar í hans stað. Alfreð hefur t.d lítið sem ekkert fengið að spila hjá landsliðsþjálfaranum nýja,

Þá er almenn óvissa með vörnina en Lagerbaeck hefur verið að hringla með hana í æfingarleikjunum, auk þess sem Sölvi hefur verið meiddur.
Sama má segja um varnartengilina. Spilar Gylfi þar eins og í leiknum gegn Færeyingum?
Svo er spurningin um Emil og í hvað formi hann er. Spilar hann eða Jóhann Berg - eða hvorugir og Birkir settur út á kantinn?
Þá er einnig spurning um vinsti bakvörðinn, Bjarni Ólafur eða Ari Freyr?
Svona má halda áfram að telja upp í allar stöðurnar. Hver verður t.d. í markinu?

Ég tel augljóst að landsliðsþjálfaranum hafi ekki tekist að koma á festu í liðið þrátt fyrir að hafa haft fjóra æfingarleiki til þess - og spái því að það muni bitna á liðinu í kvöld.
Sem betur fer eru Norðmenn einnig illa staddir. Það eitt gefur tilefni til bjartsýni.


mbl.is Innistæða fyrir bjartsýninni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn valinn í hans stað?

Núna fyrst er það loksins komið á hreint að Kolbeinn verður ekki með gegn Norðmönnum og varla heldur gegn Kýpur.

Samt er enginn leikmaður valinn í staðinn - og bíður þó einn sjóðheitur leikmaður á hliðarlínunni (og ætti með öllu réttu að fara beint inn í liðið): Aron Jóhannsson.

Leikirnir tveir sem framundan eru eru prófsteinn á hæfni landsliðsþjálfarans nýja - en ekki lýst mér vel á aðdragandann ...


mbl.is Kolbeinn ekki með gegn Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Pescara rétta liðið fyrir Birki?

Það fara ýmsar sögur af ítalska A-deildarliðinu Pescara sem Birkir gekk til liðs við í sumar. Það seldi helstu stjörnu sína áður en deildarkeppnin hófst og hefur tapað tveimur fyrstu leikjunum í deildinni.

Norski landsliðsmaðurinn, Tarik Elyounoussi, hafði skrifað undir samning við liðið fyrr í sumar en taldi að það hefði ekki staðið við sitt og rifti samningnum. Hann spilar nú með Rosenborg í Noregi og hefur unnið sér sæti í norska landsliðinu með frammistöðu sinni þar:

http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article249686.ece

Birkir gæti hins vegar verið að koma sér út úr íslenska landsliðinu ef illa gengur á Ítalíu.


mbl.is Sérstakt fyrir Birki að spila gegn Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 mörk í 111 leikjum!

Rúrik hefur nú ekkert verið sérstaklega duglegur að skora mörk fyrir OB síðan hann kom til liðsins - en fengið þeim mun meira að spila.

Annars eru ummælin um hann jákvæð, bæði frá fyrrverandi klúbbi og frá FCK.
Vonandi styrkja þessi kaup íslenska landsliðið, hann fær með þeim reynslu í Evrópudeildinni (vonandi), en Rúrik hefur átt misjöfnu gengi að fagna með því undanfarin ár og val hans í liðið oft verið gagnrýnt.
Hann er þó greinilega að koma til eins og leikur hans gegn Færeyingum var gott dæmi um.
Sjá umfjöllun um hann hér: http://politiken.dk/sport/fodbold/superligaen/ECE1741753/fc-koebenhavn-koeber-islaending-i-ob/


mbl.is Skrýtnir þrír sólarhringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svanasöngur Eyjólfs?

Það er ekki hægt að segja að þjálfari 21 árs liðsins, Eyjólfur Sverrisson, sé íhaldssamur maður. Ég hef sjaldan vitað um þjálfara sem hringlar eins mikið með val á liði sínu.

Og núna eru það menn sem eru burðarásar hjá félagsliðum sínum sem settir eru út úr liðinu. Ekki aðeins Björn Daníel eða Rúnar Már heldur einnig eyjamaðurinn Þórarinn Ingi (sem um tíma var í landsliðshópi fullorðinna) og Störnumaðurinn Jóhann Laxdal.

Þá er og undarlegt að Eyjólfur komist enn og aftur upp með það að halda í Aron Jóhannsson í leik sem er algjörlega þýðingarlaus fyrir liðið - á meðan fullorðinsliðið er að leika mjög mikilvægan leik og vantar sárlega öflugan sóknarmann vegna meiðsla í liðinu.

Ég vona að KSÍ beri gæfa til að útvega nýjan þjálfara fyrir 21 árs liðið í næstu keppni.


mbl.is Eyjólfur gerir breytingar á U21 árs liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu mátti búast við

Vandamál landsliðsþjáfarans eykst bara með hverjum deginum sem líður. Hann hefur veðjað á "rangan" hest í æfingarleikjunum undanfarið og situr uppi með menn sem ekki eru að leika reglulega með félagsliðum sínum.

Þessir leikmenn landsliðsins eru fleiri en hinir sem þó fá að spila með liðum sínum - og það sem verra er. Þeir eru lykilmenn í landsliðinu.

Dæmi: Gylfi Þór, Birkir Bjarna, Kolbeinn, Aron Einar, Jóhann Berg, Sölvi Geir. Við þessa má bæta manni eins og Eggerti Gunnþór sem er viðloðandi liðið. Þá er fastamaðurinn Kári Árna að leika í neðstu deildinni á Englandi.

Þeir sem spila reglulega eru Birkir Már, Arnór Aðalsteinsson, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr, Bjarni Ólafur, Rúrik og kannski Alfreð Finnboga.

Alfreð fær auðvitað alveg sér meðferð hjá landsliðsþjálfaranum. Hann hefur verið valinn í liðið í undanförnum læfingarleikjum en lítið notaður. Hann kom t.d. ekkert inná á móti Færeyingum og ekki heldur á móti Frökkum fyrr í sumar. Lagerbaeck skýrir það með því að hann viti alveg hvað Alfreð geti og þurfi ekki að kíkja á það nánar (það gæti svo sem átt við um fleiri en þeir fá nú samt að spila)!

Utan við hópinn eru öflugir atvinnumenn sem spila alla leiki með félagsliðum sínum, menn eins og hinn sjóðheiti Aron Jóhannsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Pálmi Rafn Pálmason, Steinþór Þorsteinsson, Matthías Pétursson, Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steinþórsson,  Davíð Þór Viðarsson, Arnar Þór Viðarsson, Ólafur Ingi Skúlason og Stefán Gíslason.

Já, ég er hræddur um að við fáum að sjá íslenskt landslið í vandræðum í fyrstu leikjum í undankeppninni - og jafnvel alla keppnina.


mbl.is Bara Heiðar byrjar í Íslendingaslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði ekki Lars landsliðsþjálfari...?

Að Björn Bergmann væri miklu betri leikmaður en Aron!!!

Djöfull hlýtur Skagamaðurinn sá að vera góður (eða er Svíinn kannski bara fífl?).


mbl.is Aron markahæstur í Danmörku - myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 370
  • Frá upphafi: 464745

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband