28.8.2012 | 21:00
Fyrsta-borðsmaðurinn rekinn úr sveitinni!
Það vantar nú þónokkuð í þessa frétt, þ.e. það mál sem hefur verið rætt mjög mikil á umræðuvettvangi skákmanna í allan dag, Skákhorninu, sjá t.d. http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=12385
Í gærkveldi var nefnilega stigahæsta liðsmanni Ólympíusveitarinnar, Héðni Steingrímssyni, vikið úr liðinu án nokkurra skýringa. Það þætti frétt til næsta bæjar ef landsliðsmaður í handbolta eða í fótbolta væri rekinn úr landsliðinu og því þá ekki í skákinni einnig?
Brátt kom í ljós að ástæðan var sú að annar liðsmaður sveitarinnar, hinn 19 ára gamli Hjörvar Steinn Grétarsson, neitaði að tefla með sveitinni ef Héðinn væri með. Ástæðan mun hafa verið ágreiningur sem kom upp í úrslitaskák þeirra félaga á fjáröflunarmóti í hraðskák fyrir Ólympíuliðið sem haldið var í fyrrakvöld til styrktar liðinu.
Salómonsdómur stjórnar Skáksambands Íslands var sá að reka Héðin úr sveitinni til að fá prímadonnuna Hjörvar Stein til að tefla.
Skáksambandið hefur þó ekki séð sóma sinn í því að upplýsa fjölmiðla um þessa ákvörðun sína og lætur sem ekkert hafi gerst. Eina skýringin sem hún hefur gefið er á heimasíðu sinni, sem fjölmiðlar fylgjast greinilega ekkert alltof vel með.
Þessi brottrekstur hlýtur að orka nokkuð tvímælis ekki síst fyrir styrktaraðila sveitarinnar sem létu jú fé af hendi rakna í þeirri trú að Héðinn myndi leiða hana.
Auk þess hlýtur það að teljast nokkuð einkennilegt að 19 ára gamall piltur geti í raun stjórnað því hverjir tefla í íslenska ólympíuliðinu og hverjir ekki.
Að lokum skal tekið fram að Héðinn hefur ekki gerst sekur um nein þau brot á reglugerðum um hegðun skákmanna, sem réttlætir brottrekstur hans.
Þetta mál á því greinilega eftir að draga einhvern leiðinda slóða á eftir sér - og ber að harma þessa undarlegu framgöngu stjórnar Skáksambandsins í málinu.
![]() |
Stórsigur á ólympíuskákmótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2012 | 14:37
Tveir "nýir" leikmenn í hópnum
Segja má að tveir nýir leikmenn hafi verið valdir núna ef við teljum Grétar Rafn með. Hann kemur í stað Arnórs Smárasonar sem er meiddur.
Þá kemur markvörður Sarpsborgar í Noregi, Haraldur Björnsson, nýr inn í liðið.
Kolbeinn Sigþórsson er valinn þrátt fyrir meiðsli á öxl, en ekki Aron Jóhannsson sem gerði fjögur mörk með liði sínu AGF í dönsku úrvalsdeildinni í gær.
Ég hef áður tjáð óánægju mína um val Lagerbäcks á liðinu. Ég tel það sérstaklega hæpið að velja menn í liðið sem eru í lítilli eða engri leikæfingu.
Þarna eru þeir nokkrir svo sem Eggert Jónsson, Birkir Bjarnason, Björn Bergmann, Jóhann Berg, Emil Hallfreðarson og Grétar Steinsson. Meira að segja Gylfi Þór virðist hafa verið keyptur til Tottenham til að sitja á bekknum.
Þá er þarna maður eins og Kári Árnason sem spilar í neðstu deildinni á Englandi ...
Ég hef og talið upp marga sem spila alla leiki með félagsliðum sínum - og það í sterkum deildum - en virðast ekki koma til greina í landsliðið.
Belgíska úrvalsdeildin er t.d. talin 10. sterkust í Evrópu, mun sterkari en sú danska (sem er nr. 12). Þar spila menn eins og Stefán Gíslason, Ólafur I. Skúlason og Arnar Þór Viðarsson alla leiki með liðum sínum - en komast ekki í íslenska landsliðið.
Aron Jóhannson í AGF í Danmörku hefur þegar verið nefndur. Þá má nefna Gunnar Heiðar Þorvaldsson í Svíþjóð.
Auk þess eru menn að spila með bestu liðunum í næstu efstu deildunum í Svíþjóð og Noregi en koma ekki til greina hjá Lagerbäck (Guðjón Baldvinsson og Matthías Vilhjálmsson, sem skora grimmt, osfrv.), auk þess sem Davíð Þór Viðarsson hefur verið að spila extra vel lengi.
Nei, það er víst satt sem sagt var um Lars Lagerbäck þegar hann var með sænska landsliðið. Það er erfiðara að spila sig inn í liðið en út úr því.
![]() |
Eiður Smári ekki með gegn Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 19:25
Aron setti met!
Aron Jóhannsson setti met í dönsku úrvaldsdeildinni er hann skoraði þrjú mörk á innan við fjögurra mínútna kafla (í fyrri hálfleik). Fyrra metið var rétt yfir fjórar mínútur! Hann bætti svo við marki úr víti í seinni hálfleik.
Mörgum þótti skrítið þegar Aron var ekki valinn í landsliðið í vor og sumar í æfingarleikjunum. Nú hlýtur hann að banka hressilega á dyrnar í ljósi þess að Kolbeinn er meiddur - og aðrir framherjar eru í lítilli leikæfingu, eða eru ekki að gera neinar rósir með liðinum sínum þessa stundina.
http://politiken.dk/sport/fodbold/superligaen/ECE1734036/islandsk-maalrus-sikrede-storsejr-til-agf/
![]() |
Aron skoraði öll fjögur mörk AGF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2012 | 11:45
Vantar þrjá fastamenn hjá Norðmönnum
Þrír af fastamönnum í norska landsliðinu voru ekki valdir, þeir Christian Grindheim, Morten Gamst Pedersen og Erik Huseklepp.
Það þykir sérstaklega undarlegt að Gamst Pedersen hafi ekki verið valinn en hann hefur byrjað vel með Blackburn í ensku 1. deildinni nú síðsumars.
Í staðinn velur Drillo unga stráka á miðjuna gegn Íslandi, þá Markus Henriksen, Magnus Wolff Eikrem og Håvard Nordtveit.
Þetta ætti að auka vonir Íslendinga um góða útkomu í leiknum hér heima gegn Norðmönnum. Á móti kemur að Lagerbaeck á í vandræðum með að velja íslenska landsliðshópinn. T.d. er mjög óvíst um þátttöku Kolbeins Sigþórssonar sem er meiddur á öxl og spilar ekki með liði sínu Ajax þessa stundina.
Auk þess eru margir þeir sem Lagerback hefur stólað á í æfingarleikjunum í vor og sumar í lítilli leikæfingu.
Það verður því spennandi að sjá hvaða leikmenn verða valdir í undirbúningshópinn fyrir fyrstu tvo landsleikina nú í byrjun september - og hvort ekki einhverjir nýir leikmenn verði kallaðir til.
![]() |
Norska landsliðið sem mætir Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 01:26
Það eru nú alvarlegri vandamál til staðar!
Arnór er nú enginn burðarás í landsliðinu svo þetta eru nú ekki alvarleg tíðindi. Hitt er verra að Kolbeinn Sigþórsson er meiddur á öxl og að þjálfari Ajax, Frank de Boer, vill ekki að hann taki þátt í leikjum íslenska landsliðins nú í byrjun september.
Sölvi Geir er hálfmeiddur, markmennirnir sem valdir hafa verið undanfarið eru ekki sannfærandi og fastir leikmenn í landsliðinu eins og Jóhann Berg er lítið notað hjá félagsliðum sínum.
Líklegt má telja að framlínan sem lék síðasta leik, Kolbeinn og Birkir, verði hvorugir með. Birkir var ekki einu sinni í leikmannahópi Pescara í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Inter í fyrstu umferkinni í ítölsku úrvalsdeildinni (0-2).
Þá kemur Rúrik til landsliðsins með 0-4 tap á bakinu úr síðasta leik, Eggert Jónsson fær varla nokkurt tækifæri hjá Wolves og sama má segja um Björn Bergmann.
Mér sýnist landsliðsþjálfarinn hafa verið að velja ranga leikmenn í liðið undanfarið og því hafi æfingarleikirnir komið að litlu gagni. Nema auðvitað að hann ætli að halda sig við leikmenn sem ekki eru í neinni leikæfingu ... Það hefur hingað til ekki kunnað neinni góðri lukku að stýra.
![]() |
Missir Arnór af landsleikjunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2012 | 17:19
Viðbrigði!
Það er farið að hausta í Sundsvall, enda bærinn vel norðarlega í Svíþjóð.
Viðbrigðin frá Belgíu hljóta því að vera mikil!
Sjá mynd hér af leikvangi félagsins: http://gifsundsvall.se/jon-gudni-fjoluson-klar-for-gif-sundsvall/
![]() |
Jón Guðni samdi við Sundsvall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2012 | 16:42
Viðbrögð við dóminum yfir Breivik
Áskorun fyrir okkur.
Við verðum að velta því vandlega fyrir okkur hvernig og hvers vegna við leyfðum skoðunum, eins og Beivik stendur fyrir, að breiðast út og hversu barnaleg við erum gagnvart þeim. Internetið er uppfullt af þeim og skólarnir eru ekki nógu duglegir við að kenna nemendum sínu gagnrýna hugsun.
Það er greinilegt að nýfasískar skoðanir eru að fá aukið fylgi, ekki síst vegna kreppunnar í Evrópu og hins mikla atvinnuleysis þar. Það er auðvelt að kenna útlendingum um, ekki síst muslimum. Við verðum að bregðast við þessu, svo nasisminn og fasisminn komist ekki til valda á ný.
Það er áskorun fyrir okkur öll sem viljum varðveita friðinn og mannréttindin í okkar heimshluta.
![]() |
Segir dóminn ómarktækan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2012 | 10:31
Ótrúlegt miskunnarleysi og mannhatur
Lýsingin í norska sjónvarpinu á morðunum í Útey er ótrúleg. Þau myrtu voru flest hver skotin margsinnis, 3-4 fjögur skot hvert. Um var að ræða hreina aftöku.
Þá er athyglisvert að frá þeim tíma sem Breivik hringdi fyrst í lögregluna og þar til hann var loks handtekinn leið meira en hálftími (33 mín.). Á þeim tíma náði hann að drepa 27 manns!
Þó hafa fáir í stjórnsýslunni verið látnir taka poka sinn, innan lögreglunnar eða í ráðuneytunum, í raun enginn en einhverjir sagt sjálfir af sér.
Þá er dómurinn auðvitað furðulega vægur hvað sem hver segir - og skrítið að hann var ekki til lífstíðar.
En líklega er hinn kristni kærleikur og fyrirgefningin svo ríkur þáttur í þjóðarsál Norðmanna, ekki síst ef morðinginn er ljóshærður - og einn af þeim. A.m.k. eru norskir fjölmiðlar - og fleiri - ófeimnir við að birta myndir af þessum "geðþekka" fjöldamorðingja.
Og nú þegar þetta er skrifað eru pólitíkusarnir að nýta sér sviðsljósið, þegar hlé er á upplestri af ódæðinu, og lýsa brosandi yfir gleði sinni yfir hinum væga dómi.
![]() |
Aðstandendur fegnir sakhæfismati |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2012 | 08:19
Það er ekki spurning, heldur staðreynd
Það er engin spurning hvort Armstrong verður sviptur titlinum, það er staðreynd.
Hann er í raun búinn að játa sig sekan með því að verjast ekki kæru bandaríska lyfjaeftirlitsins.
Sama gildir um alþjóðlega lyfjaeftirlitið. Það hefur þegar lýst því yfir að Armstrong muni vera sviptur öllum Tour de France-titlunum og fái aldrei að keppa í hjólreiðum aftur.
![]() |
Armstrong sviptur titlunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 19:56
Guðjón með draumamark og fína dóma
Guðjón skoraði algjört draumamark í leiknum í kvöld (viðstöðulaust skot af 25 metra færi) og fékk mjög góða dóma. Var sagður besti maður vallarins allan leikinn!
http://www.dn.se/sport/drommal-nar-halmstad-narmade-sig-bp
Hann átti og sendingarnar sem leiddi til hinna tveggja markanna.
http://hallandsposten.se/sport/hbk/1.1740355-hbk-gjorde-vad-som-forvantats
![]() |
Kristinn og Guðjón skoruðu báðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 48
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 412
- Frá upphafi: 464787
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 375
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar