29.7.2012 | 13:24
Fullt af bláberjum!
Það sem gleymdist að segja frá í fréttinni er að það eru fullt af bláberjum fyrir norðan (svo sem á Gásum v/Eyjafjörð) og eflaust um allt land. Árið í ár ætlar nefnilega að verða mjög gott berjaár, enda tíðin með eindæmum hagstæð.
Merkilegt hvað menn eru annars gjarnir á að koma einungis með neikvæðar fréttir ...
![]() |
Nær engin krækiber sjáanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2012 | 19:37
Mark Gunnars Heiðars
Hér má sjá mark Gunnar Heiðars Þorvaldssonar gegn sænsku meisturum Helsingborg:
http://www.dn.se/sport/fotboll/norrkoping-sprackte-helsingborgs-svit
![]() |
Gunnar Heiðar og Alfreð skoruðu báðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2012 | 09:55
"Íslenskur" keppandi sem talar ekki íslensku!
Merkilegt viðtal við þessa Söru Bleik. Hún talar greinilega enga íslensku, a.m.k. fór viðtal íslenska fréttamannsins við hana fram á ensku!
Undarlegt að íslenskur ríkisborgari kunni enga íslensku!
![]() |
Íslandsmet komið í hús í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2012 | 11:52
Ekki prestar í stærstu brauðunum!
Þetta eru mjög athyglisverðar tölur, sérstaklega út frá því hvaða prestar eru tekjuhæstir. Varla nokkur Reykjavíkurprestur er nefndur, eða höfuðborgarsvæðisprestar, þó svo að ætla mætti að prestsverk þeirra séu mun fleiri en þeirra sem nefndir eru hér - og þar með "aukaverkagreiðslurnar".
Þeir sem þó eru nefndir eru aðeins hálfdrættingar á við sr. Kristinn Ágúst. Hann er þó ekki í mjög stóru prestakalli - og er þar ekki einn um hituna. Þá er Cecil Haraldsson í frekar litlu brauði og sama má segja um prestinn á Neskaupstað (og í Bolungarvík).
Gæti verið að hér séu ekki allir prestarnir að telja rétt fram???
![]() |
Sr. Kristinn með 1.244 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2012 | 17:10
Aðeins alvarlegra en það!
Þetta voru nú ekki eintóm háðsyrði sem blessuð manneskjan lét frá sér fara.
Háðsyrðin voru frekar meinlaus: "Commenting on the widely reported appearance of Nile-virus-carrying mosquitoes in Athens, Papachristou wrote: "With so many Africans in Greece, the West Nile mosquitoes will be getting home food!!!"."
Það sem fór einkum fyrir brjóstið á grísku ólympíunefndinni var hins vegar stuðningsyfirlýsing hennar við einn þingmann öfgahægriflokks sem varð frægur fyrir það í beinni sjónvarpsútsendingu að kýla eina þingkonuna og svetta úr vatnsglasi yfir aðra: "Many happy years, be always strong and true!!!"
Þá gerði hún fyrst lítið úr viðbrögðunum við skrifum hennar og sagði: "That's how I am. I laugh. I am not a CD to get stuck!!! And if I make mistakes, I don't press the replay! I press Play and move on!!!"
Því var lítið tekið mark á afsökunarbeiðni hennar eftir á.
http://hosted.ap.org/dynamic/stories/O/OLY_GREECE_ATHLETE_EXPELLED?SITE=AP&SECTION=HOME&TEMPLATE=DEFAULT&CTIME=2012-07-25-09-31-26
Þess má annars geta að Ólympíuleikarnir eru byrjaðir og verið að sýna beint frá leik USA og Frakklands á Ólympíurás RUV þessa stundina - nú frá seinni hálfleiknum
![]() |
Útilokuð frá ÓL vegna háðsyrða á Twitter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2012 | 03:41
Illkvittni?
Hér er verið að vitna í einhvern fyrrverandi Vålerengastarfsmann en ekkert sagt frá því af hverju þessi umræða spratt.
Veigar Páll hafði áður gagnrýnt það hvernig hann væri notaður í liðinu og að loforð, sem hann hafði fengið frá félaginu - og gert það að verkum að hann skrifaði undir samning - hafi verið svikið.
Loforðið gekk út á það að hann fengi að spila í sömu stöðu og hjá Stabæk, eða í "holunni" fyrir aftan miðherjann. Þetta var reyndar gert til að byrja með en svo breytt, að sögn vegna þess að Veigar væri ekki í nógu góðu formi.
Tekið skal fram að Veigar Páll er ekki hver sem er þarna úti í Noregi (þó hann hafi verið það í augum landsliðsþjálfarans hér heima). Hann á sér glæstan feril með gamla liði sínu Stabæk. 60 mörk í 120 leikjum á árunum 2004-2008 og 19 mörk í 40 leikjum á tímabilinu 2009-2011, auk þess sem enginn leikmaður í norsku úrvalsdeildinni hefur nokkurn tíma átt eins margar stoðsendingar og hann.
Hann var einnig í mörg ár í röð valinn leikmaður ársins af öðrum leikmönnum deildarinnar.
Um leið og hann kom til Vålerenga breyttust málin. Þá var talað um lélegt form hans, hann væri of þungur osfrv. Benda má á að þjálfari liðsins, Martin Andersen, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stjórnunaraðferðir sínar og hefur oft verið á mörkunum að halda stöðu sinni.
Vegiar Páll á betra skilið en þessa meðhöndun - og svona blaðamennsku.
Sjá góða grein um hann hér: http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article243845.ece
![]() |
Heldur Veigar að hann sé Messi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2012 | 18:33
Hvar stendur íslenska deildin eiginlega?
Ekki veit ég nr. hvað finnska deildin er en af þessum úrslitum að dæma þá er hún miklu hærra skrifuð en sú íslenska!
Gaman væri nú að fá upplýsingar um slíkt og fleira sem gefur samanburð við aðrar deildir í öðrum löndum.
Þessi úrslit benda til þess að sá samanburður sé ekki góður - en mikilvægur til að gefa raunsæja mynd af stöðu íslensku knattspyrnunnar.
![]() |
KR-ingar steinlágu í Helsinki (Myndir) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2012 | 12:07
"Voðaverk stjórnvalda"?
Þessi yfirlýsing frá Össuri Skarphéðinssyni er dæmigerð fyrir hann. Hann tekur fullan þátt í áróðurstríði vestrænna ríkja gegn Sýrlandsstjórn og þannig einnig beinan þátt í að reyna að koma henni frá völdum.
Fréttaflutingurinn um átökin í Sýrlandi hefur batnað örlítið undanfarið en virðist reyndar vera að harna á ný.
Fram hafa komið fréttir um að ofbeldið sé ekki minna af hendi uppreisnarmanna en stjórnvalda. Mannréttindasamtök eins og Amnesty og Human Right Watch hafa birt skýrslu um fjöldamorðin í landinu - og segja að þau geti hafa verið unnin af báðum aðilum og jafnvel þeim þriðja - það er útlenskum sveitum til að knýja á innrás í landið (til verndar almennum borgurum!).
Utanríkisráðherrann og hans fólk hundsar allar þessar skýrslur og fréttir og kennir stjórnvöldum einum um ofbeldisverkin í Sýrlandi.
Þetta minnir á framferði ráðherrans í aðdraganda Libýustríðsins og á meðan á loftárásunum stóð.
Hann virðist ekkert hafa lært þó svo að fjöldi frétta frá Libýu um að ástandið þar núna sé ekkert betra en á meðan á uppreisninni gegn Gaddafi stóð - og að fréttirnar þaðan um voðaverk stjórnvalda þar hafi að meira og minna leyti verið áróður og lygi.
Nú á að leika sama leikinn í Sýrlandi.
http://www.independent.co.uk/opinion/commentators/patrick-cockburn-libyans-have-voted-but-will-the-new-rulers-be-able-to-curb-violent-militias-7922358.html
![]() |
Styðja aðgerðir gegn Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2012 | 08:56
Enn eitt skipulagsslysið
Þá eru "skyndibitastaðirnir" við Hafnarstrætið oft eina lífið við torgið og nú að fjarlægja þá. Ég held að margir muni sakna þeirra þó svo að þeir séu kannski ekki eins margir og munu sakna NASA.
Talandi um Nasa þá er spurning hvað felist í því að endurbyggja það húsnæði. Halda ytri byrðinni en breyta öllu öðru? Kannski gerði sú hugmynd útslagið um að þessi tillaga var valin best en ekki aðrar!
Þá er auðvitað fáránlegt að byggja framan við Landsímahúsið Kirkjustrætismegin. Hvar eiga rúturnar með hótelgestina að stoppa, eða leigubílarnir, þegar einu bílastæðin á svæðinu eru lögð undir stærðar byggingu?
Aðkomulega séð er hugmyndin um að breyta Landsímahúsinu í hótel arfavitlaus - og því er þessi tillaga það líka en hún gerir reyndar illt verra.
Ég skil ekki hvernig aðstandendur samkeppninnar geta réttlæt það að þessi skrímslistillaga skuli hafa unnið. Voru hinar tillögurnar virkilega það slæmar?
![]() |
Tekur tillit til sögu Kvosarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2012 | 07:24
Af hverju aðildarviðræður?
Ástæðan er auðvitað sú að án þess verður ekkert framhald á stjórnarsamvinnunni við Samfylkinguna.
Áfram skal haldið þrátt fyrir öll þau óveðurský sem hrannast upp yfir Evrópu þessi misserin. Össur hefur trú á ESB og vill með því blása því von í brjósti - og Vg taka í raun undir það!
En Össur og hans taglhnýtingar eru þeir einu sem hafa trú á ESB - og evrunni.
Nú síðast varar Vinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna við þeirri niðurskurðarstefnu sem er framkvæmt innan Evrópusambandsins og segir, eins og Alþjóða gjaldeyrisjóðurinn og fleiri, að hún stórlega dýpki kreppuna en ekki öfugt. Talað er um að 4,5 milljósir starfa geti tapast á næstu árum ef niðurskurði er haldið áfram. Hagvöxur haldi áfram að minnka, og þar með fjárfestingar, atvinnutækifæri og framleiðsla.
Verst er ástandið í evrulöndunum og heldur bara áfram að versna. Inn í þessi óskup viljum við glöð og reif.
Danir hins vegar þakka sínu sæla fyrir að hafa ekki tekið upp evruna. Björgunarpakkinn til Grikklands og Spánar hefði kostað þá 22 miljarða króna ef þau hefðu verið með evru - en krónan bjargar þeim.
Hvaða vitleysingur ræður virkilega stefnunni hér heima? Á að gera endanlega út af við þjóðina?
![]() |
„Ég hygg að mörgum sé nóg boðið“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 352
- Frá upphafi: 464805
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 327
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar