9.7.2012 | 13:37
Og ekki má gleyma blessaðri lúpínunni!
Þessi fagurbrái gróður sem birtist manni þegar maður nálgast höfuðborgina:
Þvílík himnesk dýrð!
Merkilegt að aðrar höfuðborgir á hinum Norðurlöndunum skuli ekki sjá fegurðina í þessu og plantað lúpínu við innkeyrsluna inn í borgirnar.
![]() |
Kemur njólanum til varnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2012 | 12:06
Vel sloppið
Mér reiknast svo til að hann hafi fjórar milljónir í laun á mánuði á þessum átta mánuðum sem hann þarf að sitja inni.
Nokkuð vel sloppið, ekki satt?
![]() |
Greiði 30 milljónir í sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2012 | 21:47
Seinna markið
http://www.dn.se/sport/fotboll/het-islanning-gav-norrkoping-tre-poang
![]() |
Gunnar var bjargvættur Norrköping |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2012 | 11:26
Loðið svar!
Þó bendir biskup á siðareglur kirkjunnar, sem Davíð Þór virðist hafa margbrotið (1.,2. og 13. greinina, sjá http://www2.kirkjan.is/sidareglur).
Spurningin er þá hvort þær hafi eitthvað gildi ef biskupinn skiptir sér ekki af þessum ummælum.
Þá er og einnig spurning hvort þetta sé ekki fordæmisgefandi, þ.e. að prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar geti látið hvað sem er frá sér fara án þess að eiga hættu á tiltali - þrátt fyrir ákvæðin í siðareglum kirkjunnar. Gæti hér verið pólitík í spilinu?
Það verður a.m.k. hér eftir erfitt fyrir biskupinn að beita öðrum starfsmönnum kirkjunnar hörku eftir að hafa sýnt Davíð þessa linkind.
![]() |
Skilur ekki afstöðu Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2012 | 09:48
Sérkennileg frétt
Fréttin um óánægju austurhlutans í Libýu með úthlutun fjölda þingfulltrúa er nokkuð sérkennileg. Eins og menn vita þá hófst byltingin gegn stjórn Gaddafis þar. Þar eru einnig mjög skiptar skoðanir um réttmæti lýðræðis enda íslamistar sterkir í þessum landshluta og telja vestrænt lýðræði ekki henta þeim.
Mikil hætta er á að landið klofni í vestur og austur og hafa forystumenn austurhlutans hótað vopnaðri uppreisn alveg óháð þessum þingkosningum - og ráða þar í raun því sem þeir vilja ráða.
Ljóst er af hernaðaríhlutun vestrænna ríkja af átökunum í Libýu og innrásunum í Írak og Afganistan að menn hafa ekki hugsað um afleiðingar. Pandora-boxið hefur opnast og vopnuð átök í löndum orðið við það daglegt brauð.
Og nú er sami leikurinn leikinn í Sýrlandi....
![]() |
Sögulegar kosningar í Líbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2012 | 12:35
Saklausi Davíð!
Hann segist einungis hafa talað tæputungulaust þegar hann segir þetta m.a. um forsetann og kallar hann "margafhjúpaðan lygara og rógbera":
"Allt þetta fólk fer í dag og kýs margafhjúpaðan lygara og rógbera til embættis forseta Íslands, eftir að hafa sakað mig um lygar og róg án þess að hafa getað tilgreint eitt einasta dæmi um að ég hafi farið með ósannindi, sárhneykslað á því lága plani sem íslensk umræða er á, sannfært um að það sem helst sé að umræðunni sé … ég."
Þá segir hann að þessi ummæli um Guðna séu saklaus því þau séu staðfest af tveimur meðlimum þessara samtaka:
"Það var Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, stjórnarmaður í Heimssýn (samtökum gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið) og félagi til margra ára í nýnasistahreyfingunni „Norrænt mannkyn“"
Ég benti annars staðar á siðareglur starfsmanna þjóðkirkjunnar og brot Davíðs á þeim (á 13. grein, en einnig á 1. og 2. grein:
1. "Gera sér far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með virðingu eftir því sem skilningur og samviska bjóða hverju sinni og láta sér annt um líðan og velferð annarra.
2. Gæta vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika í starfi og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund."
http://www2.kirkjan.is/sidareglur
![]() |
Davíð svarar Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2012 | 08:44
Áminning yfirvofandi?
Samkvæmt siðareglum kirkjunnar eiga starfsmenn hennar að gæta orðs og æðis í hvivetna, bæði í ræðu og riti.
Davíð Þór hefur greinilega brotið gegn þessum ákvæðum og hlýtur í það minnsta að fá tiltal vegna þeirra frá biskupi. Annað er óeðlilegt í ljósi þess hversu gróf ummæli hans um forsetann eru - og aðdróttanir hans í garð Guðna.
![]() |
Ofbýður ummæli í sinn garð og forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2012 | 21:49
Vita birnirnir núorðið af móttökunum?
Hann lætur alla vegana ekki ná sér, eins og hann viti að þá verði hann drepinn! Ætli ísbirnirnir hafi fengið spurnir af því hvað við Íslendingar erum gestristnir við þá?
![]() |
Leituðu að birni en fundu öldudufl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2012 | 20:30
Smá umhugsun
Í miðaldasögunni um Auðunn vestfirska er sagt frá manni sem ferðast alla leið til Rómar með bjarndýr.
Nú á tímum hinna miklu tækniframfara getur ekki heill her manns fangað svo sem einn lítinn bangsa lifandi!!
http://www.snerpa.is/net/isl/audun.htm
![]() |
Búið að finna Ítalina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2012 | 17:38
Greinilegt lögbrot
Í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 segir m.a. í 16. gr. um hvítabirni: "Fella má hvítabjörn sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði er talin stafa hætta af."
Nú er það hins vegar ekki bara leyft ("má") að fella ísbirni heldur þvert á móti skylt að gera það.
Viðbragðsteymi sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra skipaði árið 2008 var að senda frá sér yfirlýsingu sem í raun þýðir að það starfi ekki eftir lögunum frá 1994 heldur eigin áætlunarferli, þ.e. að drepa öll dýr sem ganga á land því það sé of dýrt að fanga þau.
Þetta gengur að mínu mati þvert gegn lögunum (sem fela í sér að einu löggildu rökin til að fella þau eru ef það stendur bráð hætta af þeim). Þar með er verið að brjóta þó þau loðnu og að mörgu leyti óljósu lög sem sett voru 1994.
Merkilegt að Náttúruverndarsamtök Íslands mótmælir ekki þessari viðbragðsáætlun og þessum aðgerðum við landgöngu ísbjarna. Þessi dýr eru jú friðuð um allan heim - með lögum sem ættu auðvitað að gilda alfarið einnig hér á landi.
![]() |
Viðbragðsteymi kallað saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 1
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 352
- Frá upphafi: 464805
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 327
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar