23.6.2012 | 19:39
Djöfull er Bjarni Guðjóns leiðinlegur
... og hlutdrægur!
Það hlýtur að vera spurning fyrir RÚV hvort ekki sé hægt að finna hæfari mann til að lýsa leikjum en Bjarna Guðjónsson Þórðarsonar. Hann kippir greinilega í kynið hvað hrokann, hlutdrægnina og yfirlýsingagleðina varðar.
Þá er jafn greinilegt að dómarinn er mjög hlutdrægur, dæmir grimmt á Frakkana en sleppir Spánverjunum. Kannski var hlægilegasta dæmið þegar hann gaf Cabaye gula spjaldið en það var greinilega brotið á honum en ekki öfugt. Bjarni kóaði svo auðvitað með dómaranum og Spánverjum því þeir eru jú stóra liðið.
![]() |
Spánn vann auðveldan sigur á Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2012 | 11:58
Verið að útbreiða hina sádísku menningu (með hjálp USA)
Nýlegar fréttir frá einræðisríkinu Saudí-Arabíu eru þær að þrír menn voru teknir þar af lífi fyrir að versla sín á milli með eiturlyf - og einn í viðbót fyrir galdra!
Slík mannréttindabrot á þegnum landsins og ofboðsleg harka eru tíð í landinu og það án þess að vestræn mannréttindasamtök geri neitt í málinu. Enda ekki nema von. Þau eru málpípur og áróðurstæki stjórnvalda á vesturlöndum til að réttlæta afskipti af innanríkismálum ríkja sem vesturlöndum eru í nöp við.
Nýjustu fréttir frá Sýrlandi (og Tyrklandi) herma að bandaríska leyniþjónustan sjái um að útdeila þeim vopnum sem berast uppreisnarmönnum frá Saudí-Arabíu og Katar (með blessun tyrkneskra stjórnvalda). Tilgangurinn með þessu er að sjá til þess að vopnin falli ekki í "rangar" hendur!
Já, þar sem ófriður er, þar eru Bandaríkin með fingur í spilinu.
![]() |
Borga laun uppreisnarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2012 | 07:49
Er það virkilega?
Þvílík skömm að því hvernig farið er með manninn!!
Annars er auðvitað eftirtektarvert að Mogginn sjái ástæðu til að birta þessa kvörtun mannsins og má spyrja sig hvort allir eigi svona greiða leið með sínar kvartanir til fjölmiðilsins.
En það er kannski ekkert skrítið. Mogginn er að verða æ flokkspólitískara og hér er jú um framámann í flokknum að ræða.
Svo hefur jú ekki orðið neitt Hrun og þessi maður því auðvitað með alveg hreina skjöl, eða er það ekki?
Þá má ekki gleyma að það var helvítið hann Steingrímur sem kom sparisjóði Keflavíkur á hausinn en ekki Steinþór Jónsson!
![]() |
Tók heilt ár að fá leiðréttingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2012 | 19:51
Mikil óánægja umhverfisverndarsinna
Í henni felst engin skuldbinding! á nokkurn hátt.
Menn spyrja sig af hverju 10.000 manns hafi verið kallaðir til undirbúningsvinnu við skjal sem þetta og ráðstefnu sem svo engu skilar.
http://www.dn.se/nyheter/varlden/slutdokument-godkant-i-rio
![]() |
Rætt um grænt hagkerfi í Ríó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 21:30
Dómararnir enn og aftur!
Já, þetta ætlar að verða enn eitt mót hinna stóru skandala. Enn er verið að bjarga stórveldunum áfram í keppninni, nú Englandi (og Frökkum) á kostnað Úkraínu.
Endalínudómarinn er eins vel staðsettur og hægt er en lokar augunum fyrir því að boltinn fer klárlega allur yfir marklínuna hjá Englendingum.
Hann þorði greinilega ekki að dæma mark!!
Þetta sýnir að manninum er alls ekki treystandi í svona aðstæðum. Myndbandsupptökkin er einni treystandi, sem ætti ekki að vera neitt tiltökumál því þeirri tækni hefur verið beitt með góðum árangri í ísknattleik í mörg ár.
En skömm UEFA og evrópska knattspyrnudómarasambandsins er mikil. Hlutdrægni dómaranna hefur skipt máli í amk þremur leikjum beint. Einnig má segja að þeir hafi sent eitt skemmtilegasta liðið út úr keppninni, þ.e. Rússa, með furðulegum dómum og fjölda spjalda í leiknum gegn Pólverjum í annarri umferðinni (sem gerði það að verkum að Rússar þorðu ekki að beita sér í leiknum gegn Grikkjum, töpuðu og eru úr leik).
![]() |
England sigurvegari í D-riðli - mætir Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 14:45
Hvað með kaupendurna?
Blaðamaður Moggans gleymir aðalatriðinu. Þeir sem fá að kaupa Pennann (á 300 milljónir) skulda 3,6 milljarða sem þeir geta ekki borgað - og fá líklega afskrifaðar!
Hvernig í ósköpunum hafa þeir þá ráð á að kaupa Pennann??? Allt á láni frá bankanum, lán sem aldrei verður greitt?
http://www.vb.is/frettir/73766/
![]() |
Arion sleppir tökum á Pennanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 12:21
Enn eitt dómarahneykslið
Ég sá seinni hluta síðari hálfleiks í leik Ítala og Íra, sem var vægast sagt hraður og spennandi. Írarnir ætluðu greinilega ekki að tapa leiknum (staðan var þá 1-0 fyrir Ítali) þó svo að möguleikar þeirra til að komast áfram væri úr sögunni fyrir leikinn. Írarnir sóttu stíft og áttu svo sannarlega sína möguleika. Dómararnir sáu hins vegar til þess að þeim tókst ekki að skora. A.m.k. þrisvar á stuttum kafla veifaði línuvörðurinn rangstöðu á þá, sem engin rangstaða var, auk þess sem dómarinn dæmdi hvað eftir brot á þá sem engin brot voru. Skóinn tók þó úr þegar einum Íranum var vikið af leikvelli fyrir engar sakir.
Já, dómararnir hafa greinilega fengið fyrirskipun frá UEFA og FIFA um að sjá til þess að sem flest "stóru" liðanna kæmust áfram í keppninni.
![]() |
Balotelli er mjög hvatvís (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 12:12
Hvað með verkafólk?
Það gerðist nú fleira þennan sama dag. Þá fékk einnig verkafólk, þ.e. eignalausir karlkyns einstaklingar, kosningarétt.
Áður gilti sama um þá og kvenfólkið. Þeir voru ekki taldir hafa nægilegt vit (og ábyrgðartilfinningu) til að geta kosið, amk ekki eins mikið (og mikla) og eignamennirnir - og embættismenn - sem einir höfðu kosningarrétt fram til ársins 1915.
Því skil ég ekki alveg af hverju verkalýðshreyfingin með ASÍ í broddi fylkingar krefst ekki sinn skerf af þessum degi og geri hann að sínum innlenda baráttudegi einnig. Þennan dag fékk nefnilega allur almenningur, ekki aðeins konur, full mannréttindi í fyrsta sinn.
![]() |
Ekki nógu þroskaðar til að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 07:11
Arion-banki með þetta!
Fá að kaupa Pennann á 300 milljónir en skulda 3,6 milljarða sem þeir geta ekki borgað - og fá líklega afskrifaðar!
http://www.vb.is/frettir/73766/
![]() |
Penninn seldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 21:59
Dómaraskandall
Dómarnir gegn Króötum allan leikinn voru hlægilegir sem og það sem Spánverjunum var leyft að komast upp með.
Króatarnir voru snuðaðir um tvær vítaspyrnur, í fyrri hálfleik þegar Ramos braut illilega á Mandzukic (og verðskuldaði að auki gula spjaldið) en ekkert dæmt - og svo í seinni hálfleik (þegar staðan var enn 0-0) þegar hangið var á handleggnum á Corluka. Í staðinn geystust Spánverjar upp og skoruðu markið sem sendi Króata út úr keppninni.
Þetta er auðvitað ekki í fyrsta eða annað skiptið sem dómararnir hjálpa "stóru" þjóðunum að komast áfram. Spillingin innan knattspyrnunnar - og dómaraliðsins - ríður ekki við einteyming.
Og enginn segir neitt ...
![]() |
Spánverjar og Ítalir áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.8.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 263
- Frá upphafi: 464811
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar