5.6.2012 | 14:59
Er leyndarmál hvernig liðið er skipað?
Það er nokkuð skrítið að fáeinum stundum fyrir leik sé ekki sagt frá því hvernig liðið er skipað!
Leyndin í kringum þetta blessaða 21. árs landslið er auðvitað furðuleg! Verður t.d. Björn Bergmann með eða ekki, en hann hefur ekki spilað síðan í fyrsta leiknum (og vann hann upp á sitt einsdæmi, eina leikinn sem hefur unnist til þessa)?
Ég efast um að fólk flykkist á leik sem það veit ekki einu sinni hvernig leikmannahópurinn er skipaður!
![]() |
Kemst U21 ára liðið úr botnsætinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2012 | 10:43
Össur á fullu í "kaldastríðs"áróðrinum
Össur Skarphéðinsson lætur ekki sitt eftir liggja í áróðursstríði Vesturlanda gegn síðustu leifum sósíalismans í Mið-austurlöndum.
Hann studdi dyggilega loftárásir Nató á Libýu, allt í nafni mannúðar og mannréttinda, en síðan heyrst ekki orð frá honum um mannréttindabrot og morð núverandi valdhafa á óbreyttum borgurum sem tilheyar "hinum" aðilanum.
Eins er nú með Sýrland sem er eina ríkið sem eftir er í Mið-austurlöndum sem er með sósíalíska stjórnarhætti.
Össur tekur fullan þátt í áróðursstríðinu gegn sýrlenskum stjórnvöldum og fullyrðir hikstalaust að þeir standi fyrir voðaverkum og morðum á þegnum sínum.
Þó liggur enn ekkert fyrir um hverjir voru þarna að verki og saka báðir aðilar hinn um verknaðinn.
Sameinuðu þjóðirnar heimta núna óháða rannsókn á atburðinum en Össur virðist vera búin að gera þá rannsókn sjálfur og komast að niðurstöðu.
Það þrátt fyrir að mannréttindasamtök hafa hvað eftir annað bent á að voðaverk séu framin af báðum aðilum og að þar megi varla á milli sjá hvor sé verri.
Össur eins og aðrir leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera tilbúnir til að aðstoða uppreisnarmenn til að ná völdum og skeyta ekkert um það hvað verði þá um stuðningsmenn Sýrlandsforseta - ekki frekar en að þeir skipta sér af morðum, pyntingu og öðrum mannréttindabrotum í Libíu á stuðningsmönnum Gaddafis heitins.
Sama sagan gerðist auðvitað í Írak en þá þóttist Össur vera á móti innrásinni (enda þá í stjórnarandstöðu). Af afstöðu hans nú má ætla að það hafi verið einber hræsni.
![]() |
Fordæmir voðaverkin í Sýrlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2012 | 11:49
0-1 tap?
Ekki veit ég hvernig íþróttablaðamaður Moggans fái það út að við högum verið að tapa með minnsta mun (0-1) í gegnum tíðina.
Mig minnir sú að síðasti leikurinn í undankeppni HM gegn Portúgal hafi tapast 3-5 og vináttuleikur gegn Ungverjum 0-4! Þetta var í fyrra svo eitthvað er skammtímaminni blaðamannsins brenglað.
Það var reyndar ekki nema von að svo færi því Óli Jó. landsliðsþjálfari var sífellt að hringla með liðið, ekki síst í vörninni. Notaði gamla úr sér gengna jálka eins og Hermann Hreiðarsson fram í rauðan dauðann (Kristján Örn og Indriði eru önnur dæmi, að vísu ekki eins slæm).
Nú er hins vegar vandamál í vörn Íslenska liðsins vegna meiðsla. Sölvi Geir gat t.d. ekki spilað, ekki Grétar Rafn né Hjálmar Jónsson (og Hjörtur Logi er alls ekki nógu góður fyrir landsliðið).
Þeirra í stað spiluðu þrír varnarmenn (af fjórum) í stöðum sem þeir spila yfirleitt alls ekki.
Ég er hins vegar á því að það vanti fyrst og fremst stuðning frá tengiliðunum við varnarmennina og að miðjan sé þannig vandamálið hjá okkur. Þar vantar einnig vel spilandi leikstjórnanda í stað þessarar tilviljanakenndu spilamennsku, en það jákvæða kom reyndar oftar frá velspilandi varnarmönnum eins og Hallgrími og Atla Frey (jafnvel Kára) en frá miðjumönnunum.
Ég held að það fengist mikið með því að gefa Aroni Einari frí frá landsliðinu. Það kemur aldrei neitt skapandi frá þeim manni, auk þess sem hann vinnur varnarvinnuna yfirleitt með hangandi haus.
![]() |
Varnarleikurinn verkefnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 22:28
Þriðja mark Svíana
Áður en ég set inn slóð á þriðja mark Svíana þá verð ég að lýsa undrum minni á því að Aron Einar sé í íslenska landsliðinu, hvað þá fyrirliði!
Maðurinn er arfaslakur, getur ekki glóru, og var heppinn að vera ekki rekinn út af fyrir margítrekuð brot.
http://www.dn.se/sport/fotboll/se-chippens-snygga-31-mal
![]() |
Aron: Margt að gerast hjá okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 21:10
Annað mark Svíanna
http://www.dn.se/sport/fotboll/har-gor-toivonen-20
![]() |
Lagerbäck: Svona er ekki hægt að byrja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 21:03
Hér er fyrsta mark Svíanna
http://www.dn.se/sport/fotboll/har-ger-zlatan-sverige-ledningen
![]() |
Svíar lögðu Íslendinga 3:2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 10:51
Allir norsararnir meiddir?
Þá vekur athygli að allir leikmennirnar sem náð var í úr norsku deildinni, og voru að spila um helgina, eru sagðir meiddir, þeir Björn Bergmann, Birkir Már og Bjarni Ólafur. Reyndar mun Björn Bergmann vera farinn aftur heim til Noregs en hinir ekki. Kannski er raunveruleg ástæða sú að Lagerbäck vilji ekki breyta liðinu sem lék gegn Frökkum meira en með þessum tveimur breytingum en af hverju þá ekki bara að segja það?
Annars sýnir uppstillingin á liðinu sama vandamál og í fyrri leiknum. Það vantar almennilegan vinstri bakvörð í liðið. Ari Freyr kom ím þá stöðu í leiknum gegn Frökkum eftir að Hjörtur Logi var búinn að láta Frakkana fara illa með sig. Málið er bara það að Ari spilar alls ekki þessa stöðu með félagsliði sínu heldur sóknartengiliðsstöðu hægra megin!
Þá eru menn eins og Kári Árnason og Hallgrímur Jónasson að spila í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila. Þannig er önnur miðvarðarstaðan einnig vandamál. Minna mál er með hægri bakvörðinn því Hallgrímur var að spila vel í þeirri stöðu í fyrri leiknum.
Sóknin er einnig áhyggjuefni fyrst Björn Bergmann er ekki til taks. Kolbeinn virðist ekki enn geta spilað heilan leik og í raun er enginn eiginlegur brúklegur sóknarleikmaður sem getur tekið stöðu hans. Því hefði verið gott að hafa Aron Jóhannsson og/eða Gunnar Heiðar Þorvaldsson til taks á bekknum.
Þetta er samt þokkalegt lið sem verður gaman að fylgjast með í kvöld. Vonandi fara íslenskir fótboltaáhugamenn að fá aftur áhuga á íslenska karlalandsliðinu ...
![]() |
Lars gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 08:27
Misvísandi yfirskrift
Þegar maður les yfirskrift fréttarinnar gæti maður haldið að hér væri átt við 40% íslensku þjóðarinnar.
Svo er auðvitað alls ekki eins og kemur fram við lestur sjálfrar fréttarinnar. $0% aðspurðra ferðamanna við Hrafntinnusker og á "Laugaveginum" telja ferðamenn þar vera of marga!
Mætti maður biðja um betri vinnubrögð?
![]() |
Um 40% telja ferðamenn of marga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2012 | 18:38
Er þetta virkilega liðið?
Samkvæmt útlenskum miðlum er liðið annað. Þar spilar Sölvi í vörninni en ekki Kári - Helgi Daníelsson er á miðjunni en ekki Eggert Jónsson - og Jóhann Berg frammi en ekki Birkir Bjarnason.
Sölvi og Helgi hafa reyndar verið meiddir en ekki Jóhann Berg svo vitað sé. Ætli landsliðsþjálfarinn hafi breytt áður birtu liði?
![]() |
Aron Einar fyrirliði á móti Frökkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 08:27
Solbakken einnig!
Nú er að sjá hvað Wolves gerir undir hans stjórn en þar er "annar" Íslendingur fyrir, Eggert Jónsson, en hefur lítið fengið að spreyta sig frá því hann kom til liðsins í byrjun árs.
![]() |
Celtic blandar sér í baráttuna um Björn Bergmann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 188
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar