20.5.2012 | 20:19
Frekar ólíklegur kostur!
Það er frekar ólíklegt að Björn Bergmann fari til Úlfanna og í 1. deildina ensku meðan full af úrvalsdeildarliðum eru að skoða hann.
Á vellinum í dag voru útsendarar frá Everton og Anderlecht, lið sem eru mun meira spennandi kostur fyrir drenginn en Wolves.
Björn er nú sagður heitasta söluvaran í norsku úrvalsdeildinni:
http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article237396.ece
![]() |
Björn Bergmann með sigurmark undir lokin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2012 | 12:17
Hvað þá með nektarmyndina af forseta Íslands?
Fyrst þessi nektarmynd af forsætisráðherra Kanada þykir svona fréttnæm á mbl.is hvað þá með nektarmyndina af Ólafi Ragnari Grímssyni í Fréttablaðinu í gær?
Ég sé ekki að nokkur fjölmiðill hafa fett fingur sinn út í hana, nema vera skildi á eyjan.is
Mér sýnist vera full ástæða til að ræða ítrekaðar árásir fjölda fylgismanna Þóru Arnórsdóttur á sitjandi forseta, sérstaklega í ljósi þess hvað hinir sömu hafa kvartað yfir umfjöllum um Þóru og ekki síst "sambýlismanns" hennar vegna höfuðsparksins fræga.
Getur verið að hér sé um kollektívan yfirdrepsskap að ræða?
![]() |
Nektarmynd af forsætisráðherra vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2012 | 15:25
Bjarga Grikkir Evrópu?
Talað er nú fullum fetum á G8 ráðstefnunni að fara skuli grísku leiðina sem vinstrabandalagið Syriza boðar, þ.e. að hætta niðurskurði á hinum opinbera geira og þjóðnýta í staðinn banka og nota fé þeirra í að styðja hagvaxtaraðgerðir í landinu.
http://www.dn.se/ekonomi/grekisk-vansterstjarna-kan-fa-g8-stod
Það er auðvitað þvert gegn því sem íhaldsstjórnirnar í Þýsklandi og á Bretlandi eru að gera og boða.
Reyndar fer Syriza einnig aðra leið en ríkisstjórnin hér á landi sem vill selja hlut sinn í bönkunum í stað þess að nota þá sem tæki til að auka framkvæmdir í landinu. Enda er það svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar er að "handstýra" ekki bönkunum heldur leyfa þeim að hafa algjörlega frítt spil í sínum kapitalíska umhverfi.
Já það er spurning hvort við búum nokkuð við vinstri stjórn. Meira að segja últrahægrimenn eins og Tryggvi Herbertsson fagna þegar þeir heyra tillögur stjórnarinnar um að selja hlut ríkisins í bönkunum!
![]() |
Stefnt að stöðugleika og hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2012 | 10:30
Hvað með mótmælin?
Merkilegt að segja ekki frá mótmælunum sem hafa verið í tengslum við leiðtogafundinn í USA - og við fund NATÓ á sama tíma.
Í þessu fyrirmyndar frelsiselskandi ríki voru tvær mótmælagöngur bannaðar í gær og fólk handtekið þegar það var að verja rétt sinn til að tjá skoðanir sínar - og mótmæla græðgismenningunni:
http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/Spent-mellom-politi-og-protestanter-pa-NATO-toppmotet-6831944.html#.T7d0qlL4PU1
Þá er einnig merkilegt að ekkert sé sagt frá fundi NATÓ-ríkjanna og hverjir sitji þann fund fyrir Íslands hönd. Ætli það sé eitthvað leyndarmál - eða venjulegt pukur í utanríkisráðherranum okkar?
![]() |
G8-leiðtogar funda um evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2012 | 11:26
Björn Bergmann í úrvalsliði deildarinnar
Nú þegar næstum þriðjungur er liðinn af norsku úrvalsdeildinni hefur úrvaldslið hennar verið valið.
Björn Bergmann Sigurðarsson er einn þeirra ellefu sem voru valdið í liðið, sem miðherji (center eða "spiss" á norsku):
http://fotball.aftenposten.no/blogg/lars_tjaernaas/article236976.ece
Þetta er sagt um hann:
"Islendingen har fått mye skryt, og ble klistret på merkelappen som mer spennende enn Zlatan på samme alder. Det er nok å ta i, men han er en spillertype med veldig mange styrker. God fart og utholdenhet nok til å kunne ta mange løp i stor fart.
Sterk i kroppen, vinner mange dueller i lufta mot større motstandere. Flink til å spille gjennom medspillere, og flink til å time løp som ofte sender han alene gjennom mot keeper. Nå har han også blitt kaldere i disse situasjoneen, og endelig kommer scoringene enhver spiss blir målt etter."
![]() |
Mörkin tvö hjá Birni Bergmann (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2012 | 09:55
Farið að kvistast úr landsliðinu!
Strax daginn eftir að íslenski landsliðshópurinn í knattspyrnu karla var valinn hafa tveir af þeim útvöldu meiðst.
Rúrik Gíslason þurfti að fara af velli í byrjun leik með liði sínu OB í leik í gær.
En það sem verra er. Helgi Daníelsson neyðist til að taka sér frí fram yfir EM vegna þriggja brotinna rifbeina. Þetta er blóðtaka fyrir íslenska landsliðið því Helgi hefur spilað mjög með liði sínu AIK þar sem af er leiktíðinni, meira að segja undanfarið, þrátt fyrir brákuð rifbein, í þrjá leiki í röð eða síðan 22. apríl.
Geri aðrir betur því flestir vita að það er varla hægt að hreyfa sig með slík meiðsli, hvað þá að spila fótbolta!
Já, þeir eru harðir þessir Íslendingar!
http://www.dn.se/sport/fotboll/brutna-revben-stoppar-danielsson
![]() |
Gylfi óviss með framtíðina hjá Swansea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2012 | 15:28
Nokkuð skrítin "afsökun"
Það verður að segjast eins og er að það er nokkuð skrítið að tala um að Arnór Smárason sé enn á fullu með liði sínu í Danmörku og því ekki valinn.
Esbjerg er þegar búið að tryggja sér sæti í efstu deild svo það hefði átt að vera auðvelt að fá Arnór lausan. Að auki hefur hann ekki verið að spila mikið með liðinu svo það ætti að vera enn auðveldara fyrir vikið. Reyndar gerir það útslagið að mínu viti að hann hefur ekkert að gera í landsliðið - enda er það líklegasta ástæða þess að hann var ekki valinn (en af hverju ekki að segja það hreint út?).
Þá er þetta með Ögmund markmann nokkuð skrítið. Annar ungur markmaður, sem er að gera það gott í Noregi, Haraldur Björnsson, ætti mun frekar að fá möguleika en Ögmundur.
Þá er það þetta með Eið. Það er eins og Lagerbäck vilji helst ekki hafa hann í liðinu. Best hefði auðvitað verið að kíkja á hann í tengslum við þessa tvo landsleiki því Eiður í formi er auðvitað mikill styrkur fyrir landsliðið.
![]() |
Lagerbäck: Athugum með Eið í ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2012 | 14:33
Þokkalegasta lið!
Hér vantar svo sem ekki marga. Þó má nefna að Eiður Smári er ekki í liðinu þó svo að hann sé farinn að spila aftur með liði sínu AEK Aþenu. Annar sóknarleikmaður, Aron Jóhannsson, er heldur ekki í liðinu en hann hefur verið mjög öflugur með danska úrvalsdeildarliðinu AGF í vetur og skorað sjö mörk í deildinni, þar af í fjórum leikjum í röð. Lið hans er nær öruggt í Evrópukeppnina næsta vetur, vantað aðeins 1 stig í tveimur síðustu leikjum deildarinnar til að tryggja réttinn.
Þá má gagnrýna það að Stefán Logi sé ekki fyrsta val í markinu því hann er farinn að spila alla leiki með Lilleström og staðið sig ágætlega.
Svo er auðvitað spurning um Grétar Rafn Steinsson, hvort hann sé það meiddur að hann verði ekki heill fyrir leikina, eða hvort hann gefi ekki kost á sér. Það má einnig nefna að landsliðið virðist ekki spila með neinn hægri bakvörð í leiknum gegn Frökkum þar sem Birkir Már er aðeins valinn í leikinn gegn Svíum. Svo virðist sem Hólmar Örn eigi að fara í þá stöðu (eða Kári) en Eggert Jónsson getur auðvitað spilað hana. Talandi um Eggert þá er hann ekki í neinni leikæfingu því hann hefur sama sem ekkert fengið að spila með Wolves síðan hann var keyptur þangað eftir áramót. Svo er spurning hvað Hólmar Örn sé að gera í liðinu þar sem ekkert hefur heyrst um hann síðan á Evrópumótinu í Danmörku í fyrrasumar!
Þá hlýtur auðvitað að verkja athygli að einn fastamanna í íslenska landsliðinu undanfarin ár, Indriði Sigurðsson, er ekki valinn í liðið þó hann sé enn á fullu með liði sínu Viking, er þar fyrirliði og skoraði meira að segja í síðasta leik aldrei þessu vant. Í staðinn er Bjarni Ólafur í liðinu en félagslið hans er langneðst í norsku úrvalsdeildinni og stefnir rakleiðis niður um deild.
Einnig væri eðlilegt að hafa Björn Bergmann sem fastamann í sóknarliðinu því hann hefur verið í hörkuformi í norsku deildakeppninni undanfarið, með þrennu í síðasta leik t.d.
Það gleðilega við liðsvalið er að Ari Skúlason og Eyjólfur Héðinsson eru komnir í liðið og Eyjólfur í fyrsta sinn. Báðir hafa verið að spila mjög vel með liðum sínum undanfarin ár, Ari nú fyrirliði og Eyjólfur með sex mörk í dönsku úrvalsdeildinni í ár.
Þá er gott að sjá að þeir leikmenn sem leika hér á landi og þeir sem eru ekki að leika með liðum í efstu deildinni á Norðurlöndunum - skuli fá frí. Reynslan sem fæst með því að leika meðal þeirra bestu er mjög mikilvægt.
Reyndar má einnig nefna að leikmenn í Belgíu eru ekki valdir, svo sem Ólafur I. Skúlason, og er það ágætt. Aðeins Birkir Bjarna er með en hann hefur reyndar lítið leikið með Standard Liege síðan hann var keyptur þangað og er þannig spurningarmerki.
![]() |
Ögmundur og Hólmar Örn í hópi Lagerbäck |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2012 | 11:20
Nýjasta nýlenduveldið
Evrópusambandið fær enn úr kvíarnar í að kúga þjóðir sem eru "ósamvinnuþýðar", hvort sem þær eru í sambandinu eða ekki.
Hótanir sambandsins í garð Grikkja, Spánverja og Ítala og afskipti af innanríkismálum þar eru eitt dæmi. Viðskiptabann sambandsins á Íran og Sýrland er annað.
Nú er þriðja dæmið í uppsiglingu, viðskiptabann á Ísland og Færeyjar! Ljóst er að með Össur og Árna Þór í forystu utanríkismála mun vörn Íslands vera mjög klén og allt gert til að styggja ekki hinn volduga "vin".
Einnig er ljóst að engin verður þjóðaratkvæðagreiðslan um að stöðva aðildarviðræðurnar og því ekki hægt að breyta stefnu stjórnarinnar fyrr en í næstu þingkosningum.
En áður en af þeim verður er hægt að tjá hug sinn, þ.e. í komandi forsetakosningum. Þar er evrópusinninn og Samfylkingarmanneskjan Þóra Arnórsdóttir í framboði fyrir ESB-sinnanna og er þegar búin að lýsa því yfir að hún mun ekki trufla það ferli sem stjórnin ákveður.
Með því að kjósa hana ekki getur fólk tjá sig um stefnu stjórnarinnar í Evrópumálunum og þar með um framferði ESB gagnvart okkur.
Hér er greinilega á ferðinni nýtt "fiskistríð" og nú við mun öflugri aðila að eiga en Bretana eina.
![]() |
ESB hótar viðskiptabanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 16:11
"mikill meirihluti" kjósenda VG?
Ragnar Arnalds er greinilega að ýkja þegar hann segir að mikill meirihluti kjósenda VG sé andvígur inngöngu í ESB.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun vilja samtals 53,5% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ekki í ESB en 19,2% eru því hlynnt. Ríflega fjórðungur, 27,3%, tekur hins vegar ekki afstöðu.
Það er þannig tæpur meirihluti sem er andvígur inngöngunn, en ekki "mikill meirihluti".
Þetta skýrir í raun hvers vegna þingflokkur VG dregur lappirnar í þessu máli, mótmælir í orði kveðnu en styður samt aðildarviðræðurnar - og mun eflaust styðja samninginn þegar hann liggur fyrir. Hann hefur nefnilega þónokkurn stuðning í þá veruna.
Það sem þarf er uppgjör innan VG milli forystunnar og hins almenna kjósanda flokksins. Þegar forystan fer á skjön við vilja meirihlutans hlýtur að vera eðlilegt að skipta um forystu. Og ef flokkstjórnarklíka reynist of sterk þá hlýtur að koma til greina að stofna flokk vinstra megin við VG sem er algjörlega andvígur ESB og kemur hreint fram hvað það varðar.
Þannig vinstri flokkar eru að gera það mjög gott í Evrópu í dag eins og sá gríski er gott dæmi um - og sósíalískur flokkur hér á landi, andvígur alþjóðlegu auðvaldi og þar með ESB, myndi eflaust plumma sig vel í kosningunum á næsta ári.
![]() |
Segir ESB-umsókina vera að drepa VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 45
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 255
- Frá upphafi: 465059
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 203
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar