23.7.2015 | 07:32
Yfirburðir Celtic
Hér má sjá nokkuð aðra lýsingu á leik Stjörnunnar og Celtic og ekki eins hlutdræga Garðbæingum. Hvernig væri nú að hætta þessari duldu minnimáttarkennd og játa hreinskilningslega að íslensku félagsliðin standa þeim útlensku langt að baki. Svo er þessi skollaleikur með vatnið til að vökva gervigrasið Stjörninni og íslenkum fótbolta til skammar:
http://www.vg.no/sport/fotball/skotsk-fotball/celtic-videre-tross-sjokkstart-det-var-aldri-noe-stress/a/23493497/
![]() |
Þetta eru stórir kallar að koma hingað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2015 | 22:25
Fjórði þjálfarinn sem verður rekinn?
Það fer að koma tími á þennan þjálfara. Meistaraliðið frá í fyrra er nú í 7. sæti deildarinnar og fallið úr leik í forkeppni meistaradeildarinnar.
Auk þess virkar hann hrokafullur og skorta dómgreind.
Eru ekki Veigar Páll og Garðar Jóh. góðir arftakar?
![]() |
Dómarinn var drullu lélegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2015 | 20:27
Af hverju gæsalappir í vinveittir?
Eru afganiskir hermenn kannski ekki vinveittir USA og NATO, eða eiga vestrænar þjóðir hvergi vini lengur í árásarstríði þeirra gegn hinum islamska heimi (ekki einu sinni meðal leppa þeirra í Afganistan)?
![]() |
Gerðu árás á vinveitt skotmark |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2015 | 17:15
Kuldi?
Einhver vís maður sagði að rok og rigning á máli venjulegs fólks heiti "hlýindi" á máli veðurfræðinga - og öfugt. Sól og hægviðri kallast kuldi af veðurfræðingum.
Tölfræðin segir þó að meirihluti landsmanna hafi notið ágætis hlýinda nú í júlí. Þegar mánuðurinn var hálfnaður var meðalhitinn hér í Reykjavík 11,6 stig sem er 1,2 stigum yfir meðaltali síðustu 10 ára og vel yfir meðaltali kuldaáranna 1961-90.
Vandamálið er hins vegar þessir þurrkar hér á suðvesturhorninu. Gróðurinn fer bráðum að skrælna ef ekki fer bráðum að rigna.
![]() |
Keppninni um kaldasta daginn ekki lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2015 | 09:57
Ekki lengur fyrirliði!
Sara Björk er ekki lengur fyrirliði Rosengård, heldur er það núna Lisa Nilsson hægri bakvörður liðsins og sænska landsliðsins.
![]() |
Sara Björk í bikarúrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2015 | 18:40
Miðlungs leikmaður!
Jón Daði er greinilega meira metinn hér á landi en í Noregi. Hann hefur aðeins byrjað einn deildarleik með félagsliðinu, og finnst engum það einkennilegt þar, en hefur verið í byrjunarliði íslenska landsliðsins, eða komið inná, í öllum leikjum liðsins undanfarið ár.
Sparkspekingar hérlendir hafa einnig verið duglegir að hrósa honum og hampa - en ekki ytra. Ætli Norðmenn viti svona mikið minna um fótbolta en við, eða eru þeir kannski bara miklu raunsærri í mati sínu á leikmanninum?
![]() |
Jón Daði á förum frá Viking Stavanger? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2015 | 21:40
Hver gengur erinda markrílkónganna?
Meiri skríllinn þessi stjórnarandstaða! Gat ekki drullast til að láta útgerðarmenn borga fyrir makrílinn í tíð vinstri stjórnarinnar - og berst nú hatrammlega gegn því að útgerðarmennirnir borgi eitthvað af makrílgróðanum í ríkiskassann.
Hverjir eru það eiginlega sem ganga erinda veiðkónganna í dag?
Ljóst er a.m.k. að makrílkóngarnir gleðjast yfir málþófi stjórnarandstöðunnar þessa dagana: "Við sleppum nær örugglega enn eitt árið við að borga fyrir afnot af auðlindinni, þökk sé krötum og kommum!"
![]() |
Breytingatillagan breytir litlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2015 | 11:39
Neikvætt?
Það er spurning hvort þetta sé neikvætt eða jákvætt og einnig hvernig fréttir eru settar fram.
Á ruv.is er þetta sett fram á jákvæðan hátt, þ.e. að tekjumunur í Evrópu sé minnstur hér á landi en í þessari frétt hér á mbl.is á neikvæðan, þ.e. að menntun borgi sig ekki!:
http://www.ruv.is/frett/tekjumunur-eftir-menntun-minnstur-her
![]() |
Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2015 | 11:09
Góður penni?
Hann er líklega svona góður penni, ritstjórinn á skak.is, fyrst blaðamaður mbl. tekur upp hin "hnyttnu" ummæli skákritarans um Hannes Hlífar sem snaróða flugu.
Mér finnst þau ummæli hins vegar ekkert fyndin heldur miklu frekar ósmekkleg - og sýni fyrst og fremst misheppnaðan húmor þessara tveggja skríbenta.
![]() |
Hannes sigurvegari Teplice-mótsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2015 | 19:05
Norðmenn ánægðir
Norðmenn eru ánægðir með "dráttinn" í riðlakeppninni á EM. Sleppa við lið eins og Spán og Frakkland.
En þeir benda á hvað milliriðinn geti orðið sterkur. Þar bíði lið úr A-riðlinum, Frakkland, Pólland og líklega Makedónía.
Íslendingar ættu sömuleiðis að vera áhyggjufullir og búa sig undir að þar fjúki Ólympíudraumurinn.
![]() |
Gott að losna við Þýskaland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 233
- Frá upphafi: 464573
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 212
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar