Hræðsluáróðurinn í tísku þessi misserin

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Golfstraumurinn gæti hrunið eftir 100-150 ár ef fram heldur sem horfir, samkvæmt sérfræðingum sem þó taka sjálfa sig alvarlega! Reyndar eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal "sérfræðinganna". Fyrir nokkrum árum var bent á að Golfstraumurinn hafi aldrei verið sterkari en einmitt þá. Með auknu flæði hlýs sjáv­ar hafi varma­flutn­ing­ur norður á bóg­inn auk­ist um þrjá­tíu pró­sent. Því meiri sem hlýnun verði því hlýrri verði Golfstraumurinn. Skiljanlegt flestum enda mjög lógískt.

Af hverju þá þessi hræsluáróður nú? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Líklega er þó svarið fólgið í því að það er í tísku að hræða fólk og hefur verið lengi. Allt frá árásinni á Tvíburaturnana hefur verið varað við ógn frá hinum islamska heimi, síðan voru og eru það vondu Rússarnir og nú síðast kovídfaraldurinn þar sem hrossalækningar við þeirri veiki hafði verri afleiðingar en sjálfur faraldurinn. Svo eru það auðvitað blessuð loftslagsváin og lækningin við henni sem einnig er mun verri en sjálf váin. Reglugerðafarganin, mikill samdráttur í framleiðslu, aukinn kostnaður á almenning og jafnvel stóraukin mengun á mörgum sviðum er afleiðingin.

Svo keppast hinir rétttrúuðu við að trompa hver annan í hræðsluáróðrinum. Nýjasta dæmið er fréttaflutningur danska ríkisfjölmiðilsins af nýjustu "rannsókn" á hafstraumum í Norður-Atlandshafi. Í fréttinni kemur fram að Evrópusambandið fagni þessari nýju rannsókn. Hún sýni hve brýnt er að draga úr losun koltvísýrings.
Gott og vel. Það er auðvitað nauðsynlegt en ekki vegna hættunnar á hruni Golfstraumsins.
Því er nauðsynlegt að ýkja hættuna sem mest og ljúga til um niðurstöður nýjustu rannsókna. Þar er byggt á hollenskum rugludalli sem hefur verið afhjúpaður af heiðarlegum sérfræðingum sem falsspámaður. Hugsanlegt hrun Golfstraumsins er samkvæmt honum, og yfirmanni ESB í loftlagsmálum, því flýtt um 100 ár eða svo, þ.e. til ársins 2063!! Gæti reyndar byrjað enn fyrr eða 2055 ef heldur áfram að hlýna.
Já, ekki er öll vitleysan eins:

https://www.dr.dk/nyheder/viden/klima/frustreret-toppolitiker-takker-forskere-ny-viden-om-katastrofalt-kollaps

https://www.dr.dk/nyheder/viden/klima/ny-analyse-risikoen-kollaps-af-kritisk-havstroem-er-stoerre-end-vi-tror

 


mbl.is Grípa þarf til aðgerða til að sporna gegn hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógn af Rússum?

Af hverju er verið að bjóða þessu fífli til landsins? Er kúlúlánadrottingin að verða vitlaust í stríðsáróðri sínum?
Staðreyndin er auðvitað sú að það er ógnin frá Natóríkjunum og ESB gagnvart Rússum sehefur aldrei verið meiri. Hersveitir Natóríkjanna eru komnar upp að landamærum Rússlands, svo sem í Eystrasaltsríkjunum og í Finnland, sem var ekki þegar kalda stríðið stóö sem hæst.

Og Þjóðverjar eru að auka herstyrk sinn um 100.0000 manns, þvert á það sem var lofað eftir síðustu heimsstyrjöld (þ.e. að hervæðast aldrei aftur) en það er auðvitað gleymt nú. 

Já stríðsáróðurinn er í hámarki þessi misserin og íslenska miðhægri ríkisstjórnin tekur fullan þátt í því.
En vill almenningur, kjósendur það? Viljum við stríð gegn Rússum eins og nasistarnir reyndu í síðari heimsstyrjöldinni með dyggum stuðningi sjálfboðaliða frá Norðurlöndunum og víðar, rétt eins og í dag.
Er fasisminn virkilega að taka endanlega yfir í Evrópu og það í öllum löndunum?


mbl.is Þurfum að svara ógninni frá Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingur hann Arnar!

Í fréttum nýlega var Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjáfari karlanna gagnrýndur fyrir að nota of marga leikmenn síðan hann tók við liðinu. Hann samþykkti það svo ljóst var að hann myndi byggja áfram á gamla liðinu, sem hefur verið undirstaða landsliðsins allt frá því að Hareide var með það - og með arfaslökum árangri.
Dæmi um þetta nú eru þeir Aron Einar og Guðlaugur Viktor sem enn og aftur eru valdir.
Samt víkur Arnar útaf þessu með því að taka Arnór Trausta útúr liðinu og velur Gísla Þórðarson í stað hans. Þó er Arnór að standa sig mjög vel með Norrköping meðan lið Gísla er í frekar slæmum málum í Póllandi - og enn verri í Evrópu.
Fleira er þarna sem er einkennilegt. Andri Gudjohns er valinn þó hann sé án félags og hafi ekkert spilað á þessari leiktíð. Minna má á að sama gildir um Christian Eriksen í danska landsliðinu sem er ekki valinn vegna þess sama (en er þó miklu betri og frægari leikmaður en Andri). Svo er spurning um valið á stráknum, Daníel Guðjohns. Hann er auðvitað bráðefnilegur en hefur þó lítið spilað með Malmö, sem er ekki að standa sig í sænsku deildinni né í Evrópu.
Á meðan er sjóðheitur leikmaður eins og Stefán Sigurðsson hjá Sandefjord ekki valinn. Einnig Brynjólfur Willums sem skorar reglulega í hollensku úrvalsdeildinni.
Hvað gamlingjana í vörninni varðar, Aron Einar og Guðl. Viktor, þá fær Davíð Ólafs enn ekki séns þó hann sé fastamaður hjá liði sínu sem er í öðru sæti í pólsku deildinni, langt fyrir ofan lið Gísla Gottskálks.

Já, Arnar er sko ekki að meika það.


mbl.is Arnar valdi tvo nýliða í landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er enginn sem má njósna"!

Þetta upphaup Dana, vegna undirróðursstarfsemi Kanans á Grænlandi, er nú eitt það hlægilegasta sem hefur komið frá Dönum í háa herrans tíð. Fyrir nokkrum árum, meðan allt lék í lyndi milli þeirra og Bandaríkjanna, komst upp um njósnir Kanans á nánum bandamönnum í Evrópu með dyggri aðstoð danskra yfirvalda. Forstöðumaður njósnastofnunar þeirra (PET) var svo heimskur að viðurkenna þessar njósnir og var settur í fangelsi og kærður fyrir landráð vegna þess.

Málið er auðvitað það að allir njósna um alla - og Vesturveldin eflaust mest allra. Þá hafa þau verið mjög dugleg við að skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða og er valdaránið í Úkraínu 2014 besta dæmið um það. Fleiri dæmi eru fræg svo sem afskipti af kosningum í Rúmeníu, Georgíu og Moldóvu og nú síðast undirróður vestrænna þjóða í Serbíu, sem mun vera helsta orsök óeirðanna þar, en serbnesk stjórnvöld eru stuðningsmenn Rússa.

Danir hafa auðvitað tekið fullan þátt í þessum undirróðri, enda einhverjir helstu fjandmenn Rússanna. Því skýtur nokkuð skökku við þegar þeir væla yfir framferði Kanans á Grænlandi.
Það sýnir einfaldlega hvað stjórnmálamenn og fjölmiðlar eru ómerkilegir - og ganga opinberir fjölmiðlar hvað ötullegast fram í því.
Svo langt er gengið að Kananum er kennt um gagnrýnina á framkomu Dana gagnvart Grænlendingum, svo sem að neyða grænlenskar konur til að nota lykkjuna sem gerði margar þeirra ófrjóar, brottnám á grænlenskum börnum til Danmerkur til að gera þau að "dönum" osfrv. Enn í dag er komið fram við Grænlendinga sem nýlenduþjóð.
Þetta allt er þekkt sem staðreyndir, löngu áður en Kaninn fór að sýna Grænlandi áhuga. Þessi áhugi hefur þó leitt allavega eitt gott af sér. Dönsk stjórnvöld eru nú reiðubúnin að samþykkja sjálfstæði Grænlands!

https://videnskab.dk/kultur-samfund/forholdet-mellem-danmark-og-groenland-har-vaeret-som-et-parforhold-ude-af-sync/

Þessi framkoma Dana minnir á framferði þeirra gagnvart okkur (eða eins og Þorsteinn Erlingsson orti):

Því fátt er frá Dönum sem gæfan oss gaf,
og glöggt er það enn hvað þeir vilja.
Það blóð sem þeir þjóð vorri út sugu af,
það orkar ei tíðin að hylja:
svo tókst þeim að meiða’ hana meðan hún svaf
og mjög vel að hnupla og dylja;
og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf –
það gengur allt lakar að skilja.

 

 


mbl.is Saka Bandaríkjamenn um afskipti í Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt?

Djöfuls röfl og engin hætta! 
Hinsvegar má gagnrýna hvernig umferðin á höfuðborgarsvæðina Löggan sést aldrei enda fara bílar reglulega yfir á rauðu ljósi.

 


mbl.is Myndskeið: Stórhættulegur framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 464947

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 329
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband