Gott þetta:

"Það er ljóst að við þurfum eitthvað meira til að breyta þessu samfélagi en að segja fréttir af því hversu gallað það er.
Það er ekki nóg að reyna að hafa áhrif á umræðuna, við verðum að umbreyta uppbyggingu samfélagsins.
Það er ekki nóg að benda á hversu spillt valdastéttin er og hvernig hún færir eigur almennings til sín og sinna, við verðum að taka völdin af þessu fólki.
Það er ekki nóg að benda á hvernig óréttlátt þjóðskipulag sviptir þúsundir möguleikum á mannsæmandi lífi og svipir mannlegri reisn, við verðum að taka þátt í baráttu þessa fólks með beinum og afgerandi hætti."


mbl.is Gunnar Smári yfirgefur Fréttatímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Efnavopnaárás Sýrlandshers"?

Mogginn er farinn að taka fullan þátt í stríðsáróðri vestrænna ríkja til að réttlæta hernaðaraðgerðir þeirra í Sýrlandi og annars staðar í Miðausturlöndum.
Reyndar eru fréttir af þessum atburðum frekar lítið áberandi í öðrum fjölmiðlum á Norðurlöndunum svo hér gengur Mogginn mun lengra en þeir - og er reyndar ekki einn um það íslenskra fjölmiðla.

Mogginn þagði hins vegar einn íslenskra fjölmiðla þegar fréttir bárust af loftárásum Bandaríkjamanna á Mósul í Írak fyrir nokkrum dögum þar sem um 200 almennir borgarar voru drepnir, stór hluti þeirra konur og börn.
Hvernig stendur á því?

Og hvernig stendur á því að hér er fullyrt fullum fetum að Sýrlandsher hafi gert þessa efnavopnaárás þegar það liggur alls ekki fyrir? 

Að lokum má nefna að allar þessar hörmungar hófust með innrás hinna viljugu þjóða inn í Írak á sínum tíma. Þá gagnrýndu þær fjöldi fólks og fjölmiðlarnir einnig. Nú þegja hins vegar allir þunnu hljóði þó þessar hernaðaraðgerðir standi enn yfir til ómældra þjáninga fyrir þjóðirnar í þessum löndum.

Eru Vesturlönd orðin algjörlega stríðsóð og allur almenningur og fjölmiðlar þar með talin? Líklega er stríðið gegn "hryðjuverkum" og "harðstjórn" eitt best heppnaða stríð áróðurslega séð sem háð hefur verið. A.m.k. hefur tekist betur til hjá Kananum og bandamönnum þeirra nú en í Víetnamstríðinu.


mbl.is „Þegar þú drepur saklaus börn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 455544

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband