Arnór Smára „on fire“

Arnór Smárason hefur sannarlega verið betri en enginn fyrir Lilleström eftir að hann kom í norsku úrvalsdeildina frá hinu sænska Hammarby. Hann skoraði sjö mörk í 13 leikjum fyrir norska liðið: Det er rett og slett sterkt.“ Þetta var einnig sagt um Arnór í leiknum í dag, en auk marksins átti hann stoðsendinguna í hinu markinu: „Smarason har vært on fire, som man sier i utlandet. Jobber, er overalt - og viktigst: Farlig i boks.“

Þessi reynslumikli leikmaður hefur ekki verið valinn í landsliðshópinn undanfarið. Í stað þess er ungur strákur valinn sem kemst ekki í byrjunarliðið hjá sínu félagi í norsku úrvalsdeildinni, Samúel Kári Friðjónsson, og kemur varla inná af bekknum.

Hvers vegna ætli hann sé iðulega valinn í landsliðið en ekki Arnór? Klíkuskapur eða ofdýrkun á æskunni - eða hvorttveggja?


mbl.is Arnór hetjan er Lilleström hélt sér uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru þessir menn ekki meiddir?

Þessi tveir fótboltamenn virðast hafa einhverja sérstöðu hjá íslenska landsliðinu. Gátu ekki spilað með því í mikilvægum leik gegn Belgum í Þjóðadeildinni en spila svo með félagsliðum sínum næstu helgina á eftir!

Gylfi Sig var nú ekki meira meiddur en svo að hann lék nær allan leikinn með Everton gegn Cardiff. Sömu sögu er að segja um Aron Einar. Hann lék allan leikinn með sínu liði þó svo að hann hafi ekkert getað leikið með landsliðinu í landsleikjahléinu vegna meiðsla!


mbl.is Gylfi fékk 9 og maður leiksins hjá Sky
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband