Hvaða afsakanir núna?

Það er spurning hvort nokkrar afsakanir eru eftir fyrir íslenska liðið. Við erum búin að heyra þær margar, svo sem ungt lið og mótið fari í reynslubankann.

Guðmundur getur auðvitað notað þetta og gerir óspart en spurning hversu lengi. Næsta mót einnig og þarnæsta?

Hann getur hins vegar sjálfum sér kennt í þessum leik sem hinum fyrri. Nú byrjaði hann með 17 ára strák í sókninni (já Selfossliðið sem er í 4. sæti í íslensku deildinni ef ég man rétt!) og útkoman var 0-5 eftir nokkrar mínútur.
Þá var Ólafur Guðm. loksins settur inná en var greinilega búinn að missa sjálftraustið eftir að hafa verið gengið fram hjá honum í síðasta leik og svo þessum.
Guðmundur þjálfari er greinilega sérfræðingur í að bjóta niður sjálfstraust leikmanna sinna, sumra allavega.
Óli var svo tekinn útaf en kom aftur inná þegar um 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleiknum og íslenska liðið jafnaði fyrir leikhlé! Svo byrjaði Óli inná í seinni hálfleiknum en var svo tekinn útaf eftir að hafa verið tekinn úr umferð (já Brassarnir vissu betur en Gummi hver væri hættulegasti íslenski sóknarleikmaðurinn).

Eftir það var ekki spurning hvort liðið ynni leikinn.
Sökin er auðvitað Guðmundar. Hann hafði engin svör við varnarleik Brassanna þó svo að íslenska liðið hafi spilað gegn þeim rétt fyrir mót og spilað eins allt mótið!

Og nú er afsökunin að Aron og Arnór hafi ekki verið með - já og Guðjón Valur!
Þetta tekur enn einn spekingur undir, Árna Pétursson í settinu. Mér heyrist þó að Einar Örn sé ekki alveg að kaupa þetta eftir að hafa verið vel meðvirkur framan af mótinu.

Vandamálið er auðvitað landsliðsþjálfarinn sem ætti að taka poka sinn.


mbl.is Eltingarleikur sem tapaðist í Köln
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband