Hjartnæmt viðtal um áratuga langa vináttu!

Já þetta er svo sannarlega hjartnæmt viðtal við Kristján Júlíusson sjávarútvegsráðherra um hina miklu og nánu vináttu við Þorstein Má Baldvinsson, sem hefur verið ásakaður um fjármálahneyksli, mútuþægni, glæpamennsku og siðleysi!

Í ljósi þess að sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra Namibíu hafa sagt af sér (eða verið reknir, eins og reyndar kemur fram annars staðar), þá fer það að vera himinhrópandi spurning hvort Kristján verði ekki einnig að segja af sér (eða látinn taka pokann sinn).
 
Í hvaða erindum var hann til Samherja t.d. þegar hann hitti þessa Namibíuhákarla og tók í höndina á þeim? "Minn maður í ríkisstjórninni", sagði Þorsteinn Má við þá. Þeir hafa eflaust skilið hvað hann átti við.

 


mbl.is Kristján Þór: Ábyrgðin alltaf hjá fyrirtækinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanlegt en lágkúrulegt

Samherji hefur löngum lagst lágt í lágkúrunni en þetta toppar það nú alveg.
Næg gögn eru til staðar sem sýna að æðstu stjórnendur hér heima stóðu fyrir þessu - og svo hefur verið bent á að mútugreislurnar hafi haldið áfram undanfarin þrjú ár eftir að "blóraböggullinn" var látinn taka pokann sinn.

Annars má einnig benda á að nú lætur stjórnarandstaðan illa, einkum kratarnir sem þó gerðu þetta mögulegt (Sighvatur Björgvins og "þróunaraðstoðin")!
Menn benda á lögreglurannsóknina á Seðlabankamálinu (og Samherja) sem Katrín forsætis fyrirskipaði - og sagði framgöngu Seðlabankans í garð fyrirtækisins grafalvarlegt mál!

Svo er það veiðigjaldið sem á að lækka mikið samkvæmt fjáraukalögum þrátt fyrir að gróðinn í sjávarútveginum hafi aldrei verið meiri en nú síðsumars - lækkun sem gerir það að verkum að ríkissjóður verður rekin með talsverðum halla á næsta ári.
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2019/11/12/velta_sjavarutvegsins_104_milljardar_i_juli_og_agus/

Svo eru það tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja, sem m.a.s. hitti þessa Namibíumenn. Hann er kannski helsti frumkvöðullinn að þessari lækkun veiðigjaldanna - allt fyrir vinina fyrir norðan?

Annars er þetta mál sorglegt. Tvö sósíalistísk ríki, Namibía og Angóla, flækt í þetta spillingarmál. Báðir flokkarnir. sem þar ráða, voru hetjur sjálfstæðisbaráttunnar!


mbl.is Jóhannes hafi flækt Samherja í ólögmæt viðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455506

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband