Það er ekki sama Jón og herra Jón!

Þetta hljómar nú eins og argasta hræsni hjá MAST í ljósi þess hvernig dýralæknarnir þar létu í hæsnamálinu fræga (lausagöngumálinu). Þá átti yfirdýralæknir ekki orð til að lýsa þvílíkt dýraníð væri þar á ferð en þó er ekki vitað til þess að nokkur hæna hefði drepist vegna slæms aðbúnaðar.

Nú hins vegar þegar hrossabændur eru annars vegar er öll samúðin með eigendunum en ekki dýrunum sem drápust eða eru illa farin eftir óveðrið um daginn.

Og rökin eru sú að hross hafi alltaf gengið úti frá ómunatíð, þ.e. að hrossabændur hafi alltaf sett á Guð og gaddinn. Maður hefði nú haldið að velferð dýra væru lengra komin í dag en þetta!

Ekkert regluverk virðist vera til um aðbúnað hrossa og auðvitað alls ekki að bændur mættu ekki hafa fleiri hross en þeir geta hýst með góðu móti þegar gerir svona veður. 

Í stað þess að leggja til breytingar á þessu - með að setja slíkt inn í reglugerð - er almenningur gagnrýndur fyrir að leyfa sér að þykja illa farið með skepnurnar.

Já, hrossabændur hafa löngum verið teknir silkihönskum, ekki bara af dýralæknum heldur og einnig af fjölmiðlum. Sjaldan eða aldrei er sagt frá slysum á fólki í útreiðum, ekki einu sinni andláti, líklega til þess að skemma ekki bísnessinn hjá hestaleigunum.
Og svo nú þetta með útigangshrossin!


mbl.is Óvægin umræða um hrossaeigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 455532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband