Jafnréttissjónarmið eða pólitík?

Þetta er auðvitað mjög sérstök niðurstaða því þeir Davíð og Sigurður hafa mun meiri merítur en Ingveldur nokkurn tímann. Undarlegt reyndar að hæfnisnefndin hafi sett hana jafnháa þeim tveimur (og í flokki þriggja hæfustu) og spurning hvernig hæfnisnefndin var skipuð og af hverjum.

Svo segir frá ætt og politík Ingveldar (https://www.ruv.is/frett/domararnir-15-aettir-politik-og-vidskipti): 

"Faðir Ingveldar ... var Einar Ingimundarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sýslumaður og bæjarfógeti víða um land. Móðir Einars var Ingveldur Einarsdóttir, systir Eiríks Einarssonar þingmanns ... Sjálfstæðisflokksins, og föðursystir Steinþórs Gestssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins ... Föðursystir Ingveldar landsréttardómara var Helga Ingimundardóttir, eiginkona Sveins Benediktssonar stórútgerðarmanns og föðuramma Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra. Ingveldur og Bjarni eru því skyld í annan og þriðja lið."

Að lokum kemur fram að Ingveldur hafi aðeins lent í 6. sæti í tillögum hæfnisnefndar um val á landsréttardómara.
Já, þeir sjá um sína sjálfstæðismennirnir.


mbl.is Ingveldur skipuð hæstaréttardómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 455532

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband