Þorsteinn með allt niðrum sig!

Það var Þorsteinn Víglundsson og Viðreisn sem komu í veg fyrir myndun vinstri stjórnar eftir síðustu kosningar, með því að hafna hugmyndum VG um hátekjuskatt - og þannig þvinguðu Vinstri græna í raun í fangið á íhaldinu.
Svo sem ekkert skrítið. Viðreisn er miðhægri flokkur, stofnaður til að standa vörð um tekjur þeirra hæstlaunuðu - og ganga í ESB.

Nú ætti að vera lag fyrir VG að slíta stjórnarsamstarfinu og taka Framsókn með sér. 
Viðreisnin og íhaldið sætu þá saman í stjórnarandstöðu með Miðflokknum og mótmæltu öllum tillögum meirihlutans um að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu.


mbl.is „Með eggin í andlitinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjalegt af Katrínu

Þetta er nú harla klént af forsætisráðherranum og spurning hvort Katrín sé ekki hreinlega að segja ósatt þegar hún fullyrðir að það hafi alltaf legið fyr­ir frá því að rík­is­stjórn­in var mynduð að hátekjuskatt­ur yrði ekki sett­ur á.

A.m.k. var annað hljóð í henni 25. október í fyrra, í sambandi við að Framsóknarráðherrann Ásmundur Einar Daðason sagðist vera fylgjandi hátekjuskatti.
Já, merkilegt að Framsókn sé orðið róttækari en VG í tekjujöfnunarmálum.

Þá sagði Katrín að hátekjuskatturinn sé ekki kominn til umræðu. Ekkert um það að hann kæmi ekki til greina eins og hún fullyrðir nú!!

Einnig má benda á að samningaviðræður um myndun nýrrar "vinstri" stjórnar haustið 2016 strandaði á því að Viðreisn vildi ekki hátekjuskatt, sem VG hafði sett á oddi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Einnig vildi VG hækka fjármagnstekjuskatt og setja aftur á stóreignaskatt.

Nú er hins vegar annað hljóð í strokknum þrátt fyrir að upp sé komið gullið tækifæri til að koma á helsta baráttumáli VG til tekjujöfnunar, nú með stuðningi nær allrar verkalýðshreyfingarinnar!

Er Bjarni Ben með svona miklu betri nærveru en Þorsteinn Víglundsson?

 

 

 


mbl.is Frekari breytingar ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 455515

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband