Eitthvað í staðinn fyrir listamannalaunin?

Þetta er auðvitað dágóð launauppbót fyrir þann missir sem Einar varð fyrir þegar hann fékk ekki listamannalaun í ár.

Svo er það einnig stór plús fyrir ferilskrána að hafa verið þingmaður.

Já framtíðin er björt fyrir Einar Kárason (þótt hann sé miðaldra hvítur karlmaður, reyndar kominn á efri ár).


mbl.is Einar Kárason tekur sæti á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð gagnrýni á fjölmiðlana

"M.ö.o. það átti að duga að hafa verið sak­felld­ur í fjöl­miðlum því að ekki var unnt að vísa til sak­fell­ing­ar fyr­ir dóm­stól­um. Þetta þýðir að ákær­end­um er fært vald til að ráða og reka fólk, sem og alls­herj­ar rit­skoðun­ar­vald. Dómsvaldið fylg­ir með í kaup­bæti. Það þarf enga rann­sókn, eng­in vitni, eng­an úr­sk­urð óháðs dóm­ara. Það er nóg að ákæra í fjöl­miðlum."


mbl.is „Sannleikurinn er sagna bestur,“ segir Jón Baldvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í boði vestrænna þjóða

Óöldin og viðbjóðurinn sem hefur ríkt í Líbýu síðan Gaddafi var hrakinn frá völdum er engum öðrum að kenna en vestrænu ríkjunum, þar á meðal Íslandi.

Hinn í fyrstunni sakleysislegi stuðningur við loftferðabann yfir Líbýu snerist brátt í allsherjar afskipti af borgarastyrjöldinni þar í landi með stanslausum loftárásum á stjórnarherinn og á opinberar byggingar. Allt til að vernda "saklausa" uppreisnarsmennina sem reyndist svo vera samansafn glæpamanna og óþjóðalýðs sem hefur lagt landið í rúst.
Líbýska þjóðin hefur sopið seyðið af þessu allt síðan og sömuleiðis hafa Evrópulöndin þurft að glíma við mikinn flóttamannsstraum þaðan.
Stuðningurinn við "loftferðabann" yfir Líbýu hefur því reynst mjög dýrkeypt.

Og nú virðist sagan ætla að endurnýja sig, í þetta sinn í Suður-Ameríku. Áróðurinn gegn sitjandi stjórn í Venezuela er þannig að allt stefnir í að hún verði hrakinn frá völdum með vopnavaldi. Og enn taka Íslendingar þátt í geðveikinni og á sama sakleysislega háttinn - til að byrja með allavega.

Já, fréttaflutningur fjölmiðla hér á landi, sem og annars staðar, af málefnum Venezuela líkist óþægilega mikið fréttaflutningunum af málefnum Líbýu áður en hernaðarleg afskipti hinna "staðföstu" þjóða hófust. 

Læra menn aldrei af reynslunni?


mbl.is Bjóða 750 þræla velkomna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband