Trúlegt eða hitt þá heldur!

Svona til að rekja aðeins framvinduna síðustu daga má nefna að flugfélagið varð opinberlega gjaldþrota nú í morgunsárið.

Í gær birtist frétt í Fréttablaðinu um að forstjórinn, Skúli Mogensen, ásamt nokkrum stjórnarmönnum, hafi farið á fund í fjármálaráðuneytinu og komið flestir glaðbeittir út þaðan, eins og sjá má á forsíðumynd blaðsins af þeim. Ástæðan fyrir gleðinni hefur væntanlega verið sú að Skúla og co. hafi tekist að blekkja ráðuneytisfólkið á einhvern hátt, líklega með talnaleik um bjartar framtíðarvonir. Spurning hverju þeim hefur verið lofað í kjölfarið.

Í “söluræðu” Skúla, sem vitnað er til í fréttinni, segir nefnilega að lausafjárstaða Wow verði orðin jákvæð um meira en milljarð þegar í sumar (í júní!). Hún verði svo komin í næstum þrjá milljarða í lok árs 2021 og rekstrarafgangur orðinn um níu milljarða!

Svo leið ekki nema sólarhringur frá þessari frétt þar til Wow-air var lýst gjaldþrota!!

Þrátt fyrir þennan blekkingarleik Skúla birta blöðin áfram viðtöl við hann eftir gjaldþrotið og fréttir um hve sárt þetta taki hann, þ.e. birta mynd af honum sem góða gæjanum. Þessi frétt Moggans er gott dæmi um það.
Persónusagan hefur jú iðulega einkennt íslenska frétta- og fræðimennsku og það breytist greinilega ekkert þrátt fyrir ítrekuð hrun.

Mætti maður þá frekar biðja um greinandi fréttamennsku, svo sem að blaða- og fréttamenn spyrji sig og aðra hvert allur gróðinn undanfarin góðærisár hafi farið. Hefur til dæmis fé verið markvisst tekið út úr rekstrinum á þessum árum og komið fyrir í skattaskjólum, nokkuð sem skýrir slæma lausafjárstöðu félagsins á þessum bestu ferðamannatímum Íslandssögunnar og þeim mikla fjölda ferðamanna sem Wow hefur flutt á undanförnum árum?

Í staðinn er verið að hjálpa honum til að hefja sama leikinn upp á nýtt, skilja um 1100 manns eftir atvinnulausa og án þess að fá laun útborguð, um 4000 ferðamenn strandaglópa og gífurlegan kostnað opinberra sem óopinberra aðila vegna þess skollaleiks forstjórans fyrrverandi.


mbl.is Skúli var „njörvaður niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein allsherjar lygi undanfarna daga?

Það lítur allt út fyrir að látalæti WoW Air, eða réttara sagt Skúla og skuldabréfaeigendanna, um að það muni takast að bjarga félaginu hafi verið einn stór blekkingaleikur.

Það hljómar allavega mjög undarlega að þurft hafi að aflýsa öllu flugi vegna þess að samningaviðræður séu á lokametrunum!
Var ekki hægt að finna einhverja trúarlegri skýringu?

Í ljósi þessa var nýjasta útspil Skúla í gær um að mikill viðsnúningur væri framundan hjá félaginu, kannski versta dæmið um óheiðarleika hans - og minnir ekki lítið á þann leik sem Kaupþing lék fyrir Hrun (og fleiri aðilar). 

Allt bendir nú til þess að Skúli og skuldabréfaeigendurnir hafi verið að reyna að komast yfir sem allra mest fé á lokametrunum, rétt eins og félagar þeirra fyrir Hrun. Sannarlega Kaupthinging það. Svo er skipt um kennitölu, stofnað nýtt fyrirtæki og fjölmiðlarnir taka fagnandi á móti frelsandi riddaranum á nýja hestinum!

Já, er ekki margt í dag sem minnir á Hrunið? Stór fyrirtæki að fara á hausinn, full af tómum íbúðum í höfuðborginni sem seljast ekki og gríðarlega stór hótel í byggingu, nú þegar samdráttur er hafinn í ferðamennskunni.
Hætt er við að lánin sem þessir athafnamenn fengu til framkvæmda, jafnt frá bönkum sem frá lífeyrissjóðum muni aldrei vera greidd og lánastofnanirnar standi uppi með tapað fé og rambi á barmi gjaldþrots.
En þá er nú bara skipt um kennitölu og hringavitleysan hefst á ný ...


mbl.is Þúsundir farþega bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 455403

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband