Kunna menn ekki þjóðsönginn?

Alltaf jafn pínlegt að sjá til leikmanna íslenska karlalandsliðsins þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Fáir syngja með og þeir fáu sem það gera syngja lágt (muldra hann) og virðast kunna hann illa!

Þetta hlýtur að skrifast á KSÍ sem auðvitað á að gefa þá dagskipun að allt liðið taki undir í þjóðsöngnum og gert að læra hann almennilega.

Allt annað að sjá Albanina sem syngja með af fullum krafti og gríra sig þannig upp í leikinn!

Enda kom stemningsleysið í íslenska liðinu fljótt í ljós í fyrri hálfleiknum. Illa spilað, lítil barátta og legið í vörn! Allt liðið lélegt en líklega Gylfi sá lélegasti. Jón Daði sást ekki og varnartengiliðarnir fóru ekki í andstæðinginn.
Albanir með boltann 60%!!

Átakanlegt að horfa svo á íslenska liðið hrynja er leið á seinni hálfleikinn. Kannski fjórða markið hafi verið dæmigert fyrir þetta gamlingjalið. Einn leikmaður að dekka þrjá dauðafría Albani! Varla hægt að kenna vörninni um það heldur hjálparleysið frá tengiliðunum.
Aron Einar er greinilega ekki í formi til að leika tvo svona leiki með stuttu millibili. Þarna eru auðvitað fleiri sem kominn er tími á. Kári, Emil, Birkir Bjarna og Jón Daði, og svo auðvitað Hannes í markinu.
Rúnar Már eina jákvæða lífsmarkið í leiknum.

Þá hlýtur þjálfarinn að fá gagnrýni fyrir byrjunarliðið. Minnir óþægilega á útkomuna í Þjóðadeildinni.


mbl.is Slæmur skellur í Albaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband