Að blása aftur til bólu í ferðamannabransanum

Tek undir með Sólveigu Önnu um að með þessum ráðstöfunun stjórnvalda og Seðlabankans sé verið að blása enn á ný til bólu í ferðamannabransanum (eins og hún sé ekki nóg fyrir).

Mér finnst það  grafalvarlegt að ætlunin hjá hægri stjórninni sé að draga úr álögum á fyrirtæki, setja meiri pening í bankana og auka lánstreymi til "lífvænlegra" fjármálafyrirtækja sem "eiga framtíðina fyrir sér" eins Bjarni Ben er að boða (hver metur það, fjármálaráðherrann og/eða einhverjir í stuttbuxnadeildinni hjá Sjöllunum, sem er auðvitað bein ávísun á spillingu?).

Ekkert er gert fyrir launafólk sem er að missa vinnuna (skattar ekki lækkaðir á þeim eða skatt-framtalsfresturinn framlengdur eins og er verið að gera fyrir fyrirtækin, atvinnuleysisbætur ekki hækkaðar osfrv.), ekkert gert fyrir fyrirtækin, félögin og skemmtikraftana sem eru að tapa stórum upphæðum þessa daganna vegna þess að samkomum er aflýst osfrv. osfrv.
Vaxtalækkun Seðlabankans er einnig grafalvarlegt mál og fyrst og fremst hugsuð fyrir braskarana sem þurfa endilega á auknum lánum að halda til að halda áfram að offjárfesta (það gengur jú svo illa hjá þeim að selja draslið sem þeir eru enn á fullu að byggja).

Ég hef verið að lesa norrænu fjölmiðlana en þar kemur fram að viðbrögð stjórnvalda þar eru allt önnur en hér. Danir t.d. ætla að borga þeim bætur sem hafa þurft að aflýsa samkomum.
Þar er sem sé verið að styðja við þá sem eru að tapa háum fjárhæðum núna vegna veirunnar en ekki verið að hygla einhverjum gæðingum í framtíðinni eins og Bjarni er að boða - og Kata litla styður heilshugar.
Já, þetta eru grafalvarlegar ráðstafanir og almenningur látinn blæða að venju.

https://www.ruv.is/frett/segir-adgerdapakkann-ekki-tryggja-rettindi-verkafolks


mbl.is Við höfum aldrei verið eins vel undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsi eða fasismi?

Þessar kórónuveirufréttir eru að verða algjör farsi - eða hryllingsmynd.
Hvað liggur eiginlega að baki, undirbúningur að fasistískum stjórnarháttum þar sem stjórnvöld geta hagað sér eins og þeim sýnist undir því yfirskyni að þau séu að vernda almenning?

Hvað ætli margir deyi úr inflúensu hér á landi árlega?
294 dáið úr inflúensu í Danmörku þennan veturinn en enginn úr kórónuveirunni!:

https://www.dr.dk/nyheder/indland/almindelig-vinterinfluenza-har-kostet-knap-300-danskere-livet-i-aar


mbl.is 81 smit staðfest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2020

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband