Þessi gaur er illa spilltur!

Því ber að taka varlega allt sem hann segir, ekki síst þegar hann fagnar einhverju þá er ástæða til að búast við öllu illu.

Hann var einmitt sá sem neitaði, sem málsvari ferða"þjónustunnar", að endurgreiða bandarískum ferðamönnum hótelgistinu, sem ekkert varð af, í því skjólinu að innlend stjórnvöld hafa ekki enn takmarkað ferðir til Íslands, sjá forsíðu Fréttablaðsins í gær.
Þetta þrátt fyrir að Kaninn sé búinn að loka túristaferðum til og frá landi sínu þannig að samkvæmt öllum sanngirnisreglum - og eflaust einnig alþjóðalögum - er sjálfsagt og eðlilegt að endurgreiða fólki þessar ferðir sem það kemst ekki í vegna ferðabannsins.


mbl.is Sannfærandi hjá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlafulltrúi fjármagnsaflanna?

Katrín Jakobs talar að vísu um fók og fyrirtæki en það er hagur fyrirtækjanna sem henni er efst í huga, eins og kemur fram í þessari frétt.
Enda miðast nær allar opinberar ráðstafanir, ekki síst síðasta útspil Seðlabankans, að því að færa sífellt meira fé til peningaaflanna.

Í Danmörku er unnið eftir allt öðrum  nótum. Þar er almenningur, launþegarnir, í fyrirrúmi - síðan koma fyrirtækin.  

Þetta gerist víðar. Í Frakklandi er skortsala t.d. bönnuð, þ.e. er brask með hlutabréf sem eru að snarlækka í verði, en ekkert heyrist frá Seðlabankanum/Fjármálaeftirlitinu um að það standi til.

Svo seldi Seðlabankinn fyrir skömmu gjaldeyri fyrir átta milljarða króna, rétt eins og gert var fyrir Hrun, á meðan að yfirstjórn lífeyrissjóðanna hvetur einstaka lífeyrisjóði til að fresta fjárfestinum í útlöndum til að stöðva fjársteymi út úr landinu. Hver höndin uppámóti annarri?


mbl.is Þarf að fleyta fólki og fyrirtækjum yfir skaflinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2020

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband