Systir Kristjáns Möller!

Nokkuð skondið hvernig sama lið er alltaf valið í stjórnunarstöður. Genin svona góð eða klíkuskapurinn svona sterkur? Kannski bara einfaldlega pólitík?

Og fjölmiðlarnir spila með, sbr þessi skrif um Víði, Þórólf og Ölmu: "Ber öll­um sam­an um að þar sé á ferð afar gott tríó sem svar­ar öllu vel og af yf­ir­veg­un"!

Minni á orð Gunnars Smára um elítuna, að það sé inngróið í sig að vantreysta "þessu samkomulagi og hvað er boðlegt og hvað ekki, hver fær að vera með og hverjum er haldið úti. Og niðri."

 


mbl.is Far­ald­ur­inn er á fleygi­ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Hrunstjórn

Meðal boðaðra ráðstafana ríkisstjórnarinnar er lækkun bankaskatts - ofan á afnám bindiskyldunnar og sveiflujöfnunarsaukans þannig að bankarnir mega nú haga sér eins og þeim sýnist.
Þetta þýðir ekkert nema aukna neyslu í erfiðu ástandi – og áframhaldandi offjárfestingu í hótel- og íbúðabyggingum.
Auk þess á að auka innflutning með niðurfellingu tollafgreiðslugjalda í meira en eitt og hálft ár, þ.e. löngu eftir að kórónuveirukrísan er afstaðin – og að auki frestun á greiðslu aðflutningsgjalda!

Allt samkvæmt óskalista heildsalanna og peningaaflanna og kemur engum til góða nema þeim einum. Og allt þetta eykur kerfisáhættu, leiðir til lítillar áhættuvitundar og alltof auðveldu aðgengi fjármálafyrirtækjanna að fjármagni, rétt eins og gerðist í Hruninu.
Hætt er því við aukinni skuldsetningu og hækkun fasteignaverðs með þessum ráðstöfunum. Þær eru þannig greið leið til fjölda gjaldþrota, þvert gegn því sem ríkisstjórnin segist ætla að gera með þessu!
Þetta þýðir jafnframt algjört skipbrot kratismans. Fyrst með fyrri Hrunstjórninni þar sem Samfylkingin gerðist leppur íhaldsins og nýfrjálshyggjunnar - og nú með leppun Vinstri grænna.
Jafnaðarmennskan er þannig ekki lengur vinstri stefna heldur mið-hægri stefna sem hefur gert gamla slagorð íhaldsins að sínu: Stétt með stétt.
Hagur fyrirtækjanna er hagur fólksins! 


mbl.is Viðspyrna fyrir Ísland - aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með almenning og lítil fyrirtæki?

Danir leggja mikla áherslu á að koma til móts við smáfyrirtæki og hjálpa þeim alveg sérstaklega til að komast yfir þá erfiðleika sem veiran skapar hjá þeim.

Hér hafa þau alls ekki verið nefnd á nafn, heldur hefur fjármálaráðherrann ýjað að því að einungis "lífvænleg" fyrirtæki fái fyrirgreiðslu.
Enda segir í þessari frétt að þau fyrir­tæki verði "und­an­skil­in ef rekstr­ar­erfiðleik­ar eru ekki til­komn­ir" vegna veirunnar og "hvort skuld­setn­ing sé til­kom­in vegna annarra þátta en rekstr­ar." Hætt er við að vina- og flokkspólitík verði ofarlega í því mati og lobbýisminn verði þá allsráðandi (svona endurtekning á Hruninu).

Þá er ljóst að almenningur fær lítið að njóta vaxtalækkanna Seðlabankans. Stóru bankarnir lækka útlánsvextina mjög lítið og lífeyrissjóðirnir ekki neitt! Húsnæðislán almennings lækka því samasem ekkert.
Eina ljósglætan er frumvarp félagsmálaráðherra um bætur til þeirra sem missa atvinnuna eða þurfa að draga úr starfshlutfalli.
Sérkennilegt er að það þurfi Framsóknarmann til að huga að almenningi, ekki síst í ljósi þess að forsætisráðherrann er úr flokki sem hingað til hefur kynnt sig sem flokk hins vinnandi manns. 


mbl.is Fyrirtæki munu fá greiðsluskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2020

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband