Tilviljun eða ...?

Þetta eru fyrstu gleðilegu fréttirnar af veirunni.
Það bætir eflaust geð manna þeim mun meira, því seinast í gær voru svartsýnustu spár uppfærðar úr 2000 smituðum í 6000 og að hámark smitsins yrði í lok apríl (en ekki 7.-15. eins og áður var spáð).

Eins og bent er á í fréttinni voru sýnin sem tekin voru þó mun færri en dagana á undan. Flest sýnin voru tekin 15. mars eða 545. Þann 20. mars voru þau 498, 21. mars 320 en í gær "aðeins" 183. Stökkið niður á við, úr 95 í 21 er þó meira en svo, að ástæðan sé fyrst og fremst fækkun sýnatöku.
Kannski verður þetta hjá okkur eins og í Kína. Gengur yfir á tveimur mánuðum?!


mbl.is Aðeins 21 nýtt smit síðasta sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn að monta sig yfir hugmyndaauðginni!

Ótrúlegt að sóttkvíarliðið skuli enn vera að monta sig yfir því hversu hugmyndaríkt það sé! Og enn furðulegra að landlæknir og almannavarnir sem slíkar hafi ekki fyrirskipað algjört útgöngubann á þetta lið.
Já, hvernig er eiginlega hægt að segja að fólk sé í sóttkví ef það er spígsporandi meðal fólks, meira að segja hlaupandi um í miðbænum með hlaupahópnum sínum þar sem sumir í honum eru ekki einu sinni í sóttkvínni (og þar af leiðandi í mikilli smithættu)?!

Svo erum það við sem eigum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá þeim en þau ekki frá okkur!
Að auki má benda á að þessi tilmæli um tveggja metra fjarlægð ná til allra, ekki aðeins þeirra sem eru í sóttkví ...


mbl.is Vel merkt í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2020

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband