Það var mikið!

Loksins velur landsliðsþjálfarinn (nauðugur viljugur?) menn sem áttu fyrir löngu að vera hluti af landsliðshópnum, Þá Aron-ana Bjarnason og Sigurðarson.

Aron Bjarnason hefur verið fastur byrjunarliðsmaður hjá Uppsalaliðinu Sirius í sænsku úrvalsdeildinni, liði sem hefur staðið sig ágætlega, og yfirleitt leikið alla leikina til enda. Hann ætti því að vera í fínu leikformi.

Þá hefur Aron Sigurðarson verið fastamaður í byrjunarliði Horsens sem er spútniklið dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Hann fékk nokkra landsleiki fyrir nokkrum árum og stóð sig vel (sex leikir, tvö mörk!) en svo ekki sögunnar meir fyrr en nú, þó svo að hann hafi einnig leikið um tíma með liði sem varð í öðru sæti í belgísku úrvalsdeildinni í ár, Union SG. Hann hjálpaði þeim upp í efstu deild í fyrra og hefur verið sagður besti miðjumaðurinn í dönsku úrvaldsdeildinni það sem af er þeirri keppni.

Að öðru leyti er ekki mikið um valið að segja því það hefur komið fram að ekki fengu allir sem komu til greina, frí frá félagsliðum sínum. Það vantar til dæmis leikmenn FCK, AGF, OB, Lyngby, Midtjylland og Silkiborgar í Danmörku, sem og Bodö/Glimt og Kristiansund í Noregi. Einnig leikmenn á meginlandinu.
Hins vegar er auðvitað spurning af hverju þeir leikmenn, sem leika hér heima, eru valdir en ekki einhverjir aðrir.

 


mbl.is Guðlaugur Victor snýr aftur í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2022

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband