Árinni kennir illur ræðari

Það er fróðlegt að heyra í forstjórum íslensku flugfélaganna tveggja og Isavia hverjum flugumferðaöngþveitið sé að kenna, þ.e. Vegagerðinni. Það hafi alltaf verið flugfært en hvorki hægt að koma farþegum á flugvöllinn eða frá honum.

Þó svo að Vegagerðin hafi staðið sig með fádæmum illa, er það sama hægt að segja um flugfélögin og Isavia.
Icelandair og Play aflýstu nær öllum flugferðum til að byrja með, þó svo að farþegar væri komnir í flughöfnina, á meðan flestöll önnur flugfélög fóru í loftið eða lentu (a.m.k. á tímabili).
Þá var og er upplýsingagjöf flugfélagana lítil sem engin. Hvorki hægt að ná í þau í síma eða á netinu og engir starfsmenn þeirra á flugvellinum í Keflavík!

Sama má segja um Isavia. Þjónustan í flugstöðinni hefur verið mjög léleg, langar biðraðir við þá fáu matstaði sem þar eru, stöðin illa kynt, ekki boðið uppá ábreiður fyrir farþegana né  hvíldar- og/eða svefnstaði. Flughöfnin fær lægstu einkunn allra flugvalla í heiminum og hefur svo verið í mörg ár!

Já það er alltaf gott að kenna öðrum um - og einkar viðeigandi að hrósa starfsfólkinu fyrir frábæra frammistöðu! Málið er þó auðvitað það, að því er sagt af forystunni að gera sem allra minnst (til að halda niðri kostnaði)!

Já, gróðahyggjan gengur jú alltaf fyrir.
Það er hins vegar afar heimskulegt því það ferðafólk sem lenti í þessu klúðri mun forðast að koma hingað aftur og mun einnig afráða kunningjum sínum að gera það.
Þessi frammistaða allra viðkomandi aðila kemur þannig niður á ferðaþjónustunni og þar með á þjóðarbúinu öllu.


mbl.is Þrekvirki unnið við að koma 17 vélum í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2022

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband