Eða miklu minna mokað?

Það er full ástæða að spyrja sjálfan sig og aðra hver sé ástæða þess að stofnbrautir úti á landi sem og á suðvesturhorninu, eru lokaðar dögum saman þótt lítið sem ekkert sé að veðri.
Það eru margir sem muna illvirðistíðina fyrir aldamótin þegar nær alltaf var haldið opnu, næstum sama hversu vitlaust veðrið var (og þá var það 
miklu verra en nú).

Er ástæðan sú að hið opinbera og sveitarfélögin sjá ekki lengur um snjómoksturinn heldur verktakar (sem vilja jú kosta sem minnstu til fyrir sem mestan gróða)?
F
erðaþjónustuaðilar velta t.d. fyrir sér hvort það hafi verið mis­tök að bjóða út snjómokst­urinn: "Eru þeir sem eru að taka að sér þjón­ust­una ekki eins vel tækj­um bún­ir og Vega­gerðin var áður?“ 

Sama á auðvitað um mokstur á höfuðborgarsvæðinu sem mikið er kvartað yfir þessa dagana. Búið er að úthluta verktökum snjómoksturinn og standa þeir sig vægast sagt illa. Spurning hvort að ekki sé komið að því að sveitarfélögin taki aftur yfir moksturinn og það sem fyrst. Einnig gildir það sama um sorp sem hefur víða ekki verið hirt síðan löngu fyrir jól, einkum það sérflokkaða, enda skilst mér að verktakarnir sem eiga að sjá um að hirða það á öllu höfuðborgarsvæðinu, hafi aðeins yfir tveimur bílum að ráða og annar sé bilaður!! En við, almenningur, eigum að moka frá tunnunum fyrir þá, sem aldrei koma til að tæma þær!

Já, viðbáran hjá Vegagerðinni og fulltrúum sveitarfélaganna er alltaf hin sama: vesenið er öllum öðrum að kenna en "sparnaðar"ráðstöfunum þeirra. Bent hefur þó verið á að sparnaðurinn er enginn, nema í vinnu áðurnefndra kerfiskalla og -kellinga, auk þess sem fjárhagslegt tjón vegna ófærðar er gríðarlegt.

En þegar allt kemur til alls er þetta líklega Rússunum og stríðinu í Úkraínu að kenna, rétt eins og dýrtíðin, orkuokrið, gríðarhár flutningskostnaður og samdrátturinn í velferðarþjónustunni - og það um öll Vesturlönd.

 


mbl.is „Miklu fleiri óvanir ökumenn á ferðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2022

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 455616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband