Villi Birgis og Járnblendið

Vilhjálmur Birgisson er sérkennilegur fýr og beggja blands, meira þó grjót en gull. Í lífskjarasamningnum síðustu sveik hann lit, þrátt fyrir að þykjast vilja hag láglaunafólks sem mestan - og aftur nú með því að gera samning fyrir sitt fólk þar sem lögð var áhersla á prósentuhækkun.

Ekkert skítið svosem þar sem langflestir í Verkalýðsfélagi Akranes vinna hjá álverinu og járnblendinu á Grundartanga - og það eru engir láglaunamenn!

Villi hrósar sér mjög af sínum eigin samningi og bendir á að hann hafi verið samþykktur með stórum meirihluta. Hann gleymir þó að geta þess að aðeins 16,56% félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og að þar af hafi 11% sagt nei. Enda hafa samningarnir verið kallaðir núll og nix-samningarnir.

Það er nefnilega spurning hversu heill Villi kallinn er í garð verkalýðshreyfingarinnar og hvort hjarta hans slái ekki frekar hjá atvinnurekendum.
Það vakti a.m.k. athygli mína - og vonandi annarra - þegar hann mótmælti á sínum tíma fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á hið mengandi járnblendi á Grundartanga. Þá var það ekki náttúran sem átti hug hans allan heldur fjárhaglegur hagur fyrirtækisins (les gróði þess). Hann skipti öllu mál. Það má nefnilega ekki ganga of nærri atvinnurekendunum!

Það er fagnaðarefni að Sólveig Anna og Efling eru ekki sama sinnis. 

https://www.ruv.is/frett/bodar-lokun-jarnblendisins

 


mbl.is Viðræðuslit gætu þýtt þriggja milljarða tekjutap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2023

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband