Grímulaust ofbeldi

Þó svo að SA reyni að koma sökinni yfir á Eflingu með sínum lúalegum hætti þá er ljóst að Efling hefur gert allt til að koma til móts við "atvinnurekendur". Hún frestaði verkfalli um þrjá daga og allt stefndi í að aðilar gætu talað saman. Menn voru ekki með neinar yfirlýsingar og vonuðu hið besta. 

En þá gerðist hið hræðilega. Listaspíran Halldór Benjamín stóð upp úr kvefinu, sem næstum hafði bjargað viðræðunum, og þar með snarbreyttist tónn SA í garð Eflingar. Og það merkilega gerðist að fjölmiðlarnir spiluðu með og fóru að hvetja til verkbanns ("ætlið þið að setja á verkbann?" "Já það kemur til greina"!).

Verkbann á alla félaga Eflingar, óháð því hvort þeir séu í verkfalli eða ekki, þýðir ofur einfaldlega að verið sé að þvinga ríkisvaldið til að grípa inní deiluna og setja lög sem banna verkföllin.

Og svo eru atvinnurekendur að væla yfir því takmarkaða "tjóni" (les takmarkar gróða þeirra) sem verkfallið veldur. Hvað þá með verkbann þeirra sjálfra?


mbl.is Leggja til verkbann á Eflingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2023

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband