Ruslið og borgin

Þetta er alveg sláandi fyrir borgaryfirvöld og "grænu" stefnu hennar - sem og yfirvalda almennt. Fólki er sagt að flokka plast í sér tunnur, horfir svo uppá að það er yfirleitt ekki hirt fyrr en tunnurnar eru orðnar yfirfullar og sér það svo fjúka út um allt. Þá skiptir engu máli hvort ófærð sé eða ekki,
Nú er komið í ljós að það sama á við um móttökustöðvarnar. Þær hirða ekki betur um þetta flokkaða sorp en svo, að það fýkur um allt hjá þeim!
Þetta er hin græna stefna yfirvalda í hnotskurn, aðeins til í orði en ekki á borði. 

Svo er auðvitað það skrítnasta við þessa plaststefnu ráðamanna þjóðarinnar. Almenningi, þ.e. neytendum, er gert að draga sem mest úr plastnotkun og flokka sem mest, en framleiðendum vörunnar ekki gert að takmarka á nokkurn hátt plastumbúðirnar utan um þær (sem eru oftast óþarfar)! Mér er spurn. Hvers vegna ekki? Enn eitt dæmið um þjónkun við kapitalið, græðgisliðið?


mbl.is Rusl á víðavangi í Víðinesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2023

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 455517

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband