Enn einn stríðsáróðurinn

Vestræn stjórnvöld og -fjölmiðlar reyna sem þeir geta til að magna upp stríðsstemmninguna gegn Rússum enda á nú að ganga á milli bols og höfuðs á þeim fyrir fullt og allt. Þetta auðvitað til að fá almenning með sér til að styðja stóraukna hernaðaruppbyggingu í Norðurhöfum, jafnt sem annars staðar í Evrópu.

Það heyrast þó aðrar raddir í fjölmiðlum þó lágværar séu. Á vef NRK, norska ríkisfjölmiðilsins, er t.d. rætt við mann sem hefur þjónustað rússnesk fiskiskip til fjölda ára í skipasmíðastöð í Norður-Noregi sem hann starfar við.
Hann segist aldrei hafa orðið var við neitt í þeim sem tengja mætti við njósnir. Sama má segja um aðra starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar. Þeir benda á að þeir hafi ágæta yfirsýn yfir það hvað sé um borð í skipunum og aldrei orðið varir við nokkuð grunsamlegt.

Þessi frétt í Mogganum og fleiri slíkar í öðrum fjölmiðlum hér á landi er sem sé enn lygin, í þetta sinn um að rússnesk fiskiskip séu í raun njósnaskip, og er greinilega tilraun til að herða enn á viðskipta- og einangrunarbanninu á Rússa.
Einnig til að réttlæta að gera Norðurslóðir að mjög hernaðarlega mikilvægu svæði eins og Kaninn vill - nokkuð sem harðlínu- og stríðsæsingafólkið hér á landi tekur virkan þátt í:

https://www.nrk.no/tromsogfinnmark/vil-kaste-ut-fartoy-som-driver-ulovlig-etterretning-1.16381451


mbl.is Togari grunaður um njósnir átti viðkomu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2023

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband