Sigríður Dögg og trúnaðurinn

Sigríður Dögg Auðunsdóttir gerir það ekki endasleppt sem formaður Blaðamannafélags Íslands. Fyrsta frægðarverk hennar í stöðunni var að segja félagið úr Blaðamannasamtökum Evrópu fyrir þá sök eina að reka ekki blaðamannasamtök í austur-Úkraínu úr Evrópusamtökunum (talandi um hlutleysisstefnu fjölmiðla í fréttamiðlun!). Þetta þó að í lögum félagsins sé sérstaklega tekið fram að það skuli "standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi" og "um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla."

Þá hefur ítrekað verið bent á skattaundanskot hennar og eiginmanns hennar vegna útleigu íbúða sem þau eiga - og hún hefur í engu svarað. Hún flýtti sér hins vegar að skrá sig frá félaginu sem hluthafa þegar uppvíst var um að "gleymst" hafði að telja fram tekjur félagsins í þrjú heil ár!:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/09/11/midlar_ehf_jok_tekjur_sinar_i_fyrra/

Engin viðbrögð heyrðust heldur frá stjórn Blaðamannafélagsins vegna þessa en hefði auðvitað átt að vera næg ástæða til að losa sig við hana.

Svona til samanburðar má benda á ekki svo ólík mál í Noregi þar sem einn ráðherranna þar þurfti að segja af sér vegna vafasamra "viðskipta" eiginmannsins - og formaður Hægri fólksins hefur fengið á sig harða gagnrýni vegna þess að hún hefur neitað að segja af sér vegna hlutabréfabrasks síns eiginmanns og það á meðan hún var forsætisráðherra (og hafði þannig "inside information" um slík mál).

En kannski er það einmitt helsta markmið Blaðamannafélags Íslands að "standa vörð um hagsmuni stéttarinnar gagnvart [..] löggjafarvaldi og stjórnvöldum" eins og segir í lögum þess. Segja má að þeim hafi tekist það ágætlega hingað til undir dyggri forystu Sigríðar Daggar.
https://www.press.is/is/um-felagid/felagid/log-bladamannafelagsins

 


mbl.is Stjórnin ber fyrir sig trúnaðarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 455625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband