Birgir Þórarinsson og fjöldamorðin á Gaza

Birgir Þórarinsson fyrrum þingmaður Miðflokksins, sem hljóp svo yfir í Sjálfstæðisflokkinn degi eftir síðustu kosningar, hefur áður verið sér til skammar með réttlætingu sinni á fjöldamorðum Ísraelshers á Palestínumönnum á Gaza. Í dag birtist grein eftir hann í Mogganum þar sem hann setur útá mótmælin á Austurvelli vegna blóðbaðsins á Gaza. Tekið skal fram að Birgir hefur aldrei á neinn hátt gagnrýnt framferði Ísraelshers.
Birgir þessi var nýlega valinn formaður Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ, líklega vegna setu sinnar á Alþingi svo að hægara verði að sækja peninga til framkvæmda við Saurbæ í Hvalfirði, þar sem sr. Hallgrímur Pétursson sat lengi og orti þar m.a. Passíusálmana.
Hætt er við að skáldpresturinn hafi snúið sér við í gröfinni ef hann hefði heyrt af þessu og tautað fyrir munni sér vers úr sálmunum: „Margur upp árla rísa / ei geta sofið vært, / eftir auð heimsins hnýsa. / Holdsgagnið er þeim kært.“

Þá kemur einnig í hug meint "gyðingahatur" sr. Hallgríms sem virðist hafa átt rétt á sér miðað við þann ofbeldisfasisma sem stjórnvöld í Ísrael sýna nágrönnum sínum þessa dagana. Ástæða er til að rifja þau upp vegna þessarar setu Birgis í Hollvinafélagi prestsins: "þú veist ei hvern þú hittir þar, / heldur en þessir Gyðingar."

Tekið skal þó fram að ekkert gyðingahatur er að finna í Passíusálmunum. Skáldið varar einungis við því að fylgja ofbeldisfullum yfirvöldum í blindni eins og þeim sem eru við völd í Ísrael nú - og voru þar einnig fyrir tæpum 2000 árum. 


mbl.is „Verið helsti samkomustaður mótmæla í áraraðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 455625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband