11.10.2024 | 19:55
Arfaslakt landslið
Fyrri hálfleikur hræðilegur hjá íalenska fótboltalandsliðinu. Það er spurning hver sé lélegastur í liðinu. Af hverju er Willum t.d. í byrjunarliðinu, c-deilarleikmaður í Englandi? Svo er það Jón Dagur, alltaf jafn grófur og ögrandi enda kominn með spjald. Þá er það Stefán Þórðar sem einnig er kominn með spjald. Á hann ekki að vera nýjasta stjarnan okkar en hefur varla sést í leiknum? Allir þessir leikmenn hafa skipt um lið nýlega, farið úr betri liðum í lélegri, sem segir manni að þeir hafi verið á útsölu.
En landsliðsþjálfarinn? Hann segir jú að það sé gott að menn séu á hreyfingu! Alltaf jafn falskur.
Svo er það gamli karlinn hann Jóhann Berg. Hann verður sífellt grófari eftir því sem hann verður lélegri.
Þá eru það skiptingarnar í hálfleik. Migylfi kael Ellertsson inná en ekki Mikael Anderson!
En hin skiptingin í hálfleik, Loga Tómassonar Hermannsonar Akureyrings, gerir það gott!
Svo fleiri skiptingar svo sem bakveika gamalmennið Gylfi Þór inná en einn besti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á bekknum allan leikinn!
Stórkostleg innkoma Loga tryggði Íslandi stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. október 2024
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar