12.10.2024 | 22:34
Virða hvaða samkomulag?
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. þetta um málefni útlendinga (bls. 38):
"Kerfi og stofnanir sem meta einstaklingsbundnar aðstæður og hagsmuni eiga að vera skilvirk, laga- og regluverk skýrt og mannúðlegt og framkvæmd fullnægjandi."
Einnig þetta: "Áfram verður aukið við móttöku kvótafóttafólks með áherslu á einstaklinga og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu."
Að lokum þetta: "Auka þarf traust og gagnsæi um ákvarðanir útlendingayfirvalda."
https://www.stjornarradid.is/library/05-Rikisstjorn/Stjornarsattmali2021.pdf
Ljóst er af þessu að það er ekki VG sem virðir ekki samkomulag stjórnarflokkanna heldur eru það Sjálfstæðismenn. Kerfið sem Sjálfstæðismenn veita forstöðu er hvorki "skýrt né mannúðlegt", ekkert tillit er tekið til fólks í viðkvæmri stöðu - og ekkert traust ríkir lengur til "útlendingayfirvalda" né gangsæi í ákvörðunum þeirra, enda einkennast þær af geðþótta viðkomandi stofnana.
Það er auðvitað ágætt ef Sjálfstæðisflokkurinn slítur stjórnarsamstarfinu því hann mun ekki ríða feitum hesti frá kosningunum. Hins vegar er spurningin hvort núverandi stjórnarandstaða, með Samfylkinguna í fararbroddi, sé eitthvað betri því hún hefur verið samstíga íhaldinu í málaflokknum.
Nú síðast vakti færsla eins af þingkonum kratanna á Fésbókinni hörð viðbrögð svo hún sá þann kost vænstan að eyða skrifunum. Inntakið var stjórnleysi og að það væri "mannúð" að treysta stjórnvöldum!
https://www.visir.is/g/20242634117d/dag-bjort-eyddi-faerslu-eftir-hord-vid-brogd
Athyglisvert að mál fatlaðs drengs skuli afhjúpa á þennan hátt mannúðarleysi tveggja af stærstu stjórnmálaflokkunum og verða til þess að fella ríkisstjórnina. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi!
Kalli eftir endurskoðun af hálfu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. október 2024
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar