Morðingjar

Ef rétt reynist þá er þetta alvarlegur stríðaglæpur, rétt eins og þegar fyrri leiðtogi Hamas var drepinn nú fyrr í sumar. Að drepa pólitískan leiðtoga þjóðar, sem af mörgum löndum hefur verið viðurkennd sem sjálfstæð þjóð, er auðvitað fáheyrt og sýnir þvílíkur viðbjóður stjórnvöld í Israel eru.

Það hefur auðvitað verið vitað í rúm ár - og enn lengur svo sem - en það alvarlega er að foraeti Bandaríkjanna, Joe Biden, fagnar þessu morði: "Góður dagur fyrir Ísarel, fyrir USA og fyrir heiminn."

Enn er talað um hryðjuverkasamtökin Hamas og að þrátt fyrir drápið sé enn mikið verk eftir að vinna (drepa sem sé enn fleiri óbreytta borgara).

Skýrari réttlæting bandaríska forsetans á stríðsglæpi Ísraela hefur ekki heyrst áður.
Spurning hvort að Trump og repúblikanir sé ekki skárri kostur í forsæti Kanans en demókratar. Þeir síðarnefnu ítreka jú í sífellu að Ísrael hafi rétt til að "verja" sig.

Minnir mjög á "varnar"bandalagið NATO og innrásina í Írak á sínum tíma - og ofbeldi Vesturlanda gagnvart miðausturlöndum undanfarin 50 ár eða svo (og auðvitað mun lengur).

 




mbl.is Leiðtogi Hamas drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband