Sjaldan lýgur Mogginn!

Fréttir Moggans af andláti VG virðast vera orðum auknar. Þessi könnun á vegum þeirra er eins og einhvers konar óskhyggja. Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Miðflokkurinn og VG með 2,2% fylgi! Það er einkar athyglisvert að ekki kemur fram hversu margir tóku þátt í þessari könnun, í mesta lagi um 100 manns?

Á sama tíma var gerð önnur könnun af einhverju traustasta fyrirtækinu sem stendur að slíkum könnunum, Maskínu. Þar kemur í fyrsta lagi fram hve gild svör eru mörg, eða 871. 

Hjá Maskínu kemur einnig allt annað fram en í hinni pöntuðu könnun Moggans. VG eykur talsvert við fylgi sitt, fær yfir 5% atkvæða og kemur þremur mönnum inn! Það eftir að hafa lengi verið úti í könnunum. Ástæðan er augljós: að taka loksins af skarið og segja skilið við óstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það kunna kjósendur að meta!

Á sama hátt kemur fram í könnun Maskínu að Miðflokkurinn fær mun meira fylgi en íhaldið, þvert á tilbúna könnun Moggans, eða 17,7% en Sjallarnir 14,1%. Meira að segja Viðreisn er farin að narta í hælana á Sjálfstæðisflokknum ...

Já, sjaldan lýgur Mogginn.

 

 


mbl.is Ný könnun: VG í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband