Fólksflótti úr landsliðinu?

Þjálfari íslenska karlaliðsins í fótbolta hefur þurft að gera fjórar breytingar á liðinu fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni. Ástæðan er sögð vegna meiðsla.
Samt er það svo að þrír þessara leikmanna léku með félagsliðum sínum í síðasta leik núna um helgina og nær allan eða alveg allan leikinn.
Mikael Andersson lék fram í uppbótartíma. Hlynur lék allan leikinn með sínu liði og Daníel sömuleiðis! Ekki er vitað um Kolbein Finns því hann hefur ekki komist í hóp hjá sínu félagi að undanförnu.
Haraide landsliðsþjálfari hefur sætt gagnrýni undanfarið af fólki sem stendur íþróttinni nærri. Sögusagnir herma að hann fái ekki framlengingu á samningi sínum eftir leikina nú í nóvember, sama hvernig fer. Ýmislegt er tínt til um ástæðuna. Ekki aðeins slakur árangur landsliðsins undir hans stjórn, heldur og einnig meint vanvirðing hans gagnvart liðinu - og landinu - með því að koma ekki til landsins á fjölmiðlafundi heldur taka þá á Teams, fyrir að fylgjast ekki með atvinnumönnunum, sem er að spila í útlöndum (og ber við fjárskorti!), sem og fyrir val á liðinu.
Áður hafði hann sagt að hann veldi ekki menn í landsliðið sem spili lítið með félagsliðum sínum, en raunin er önnur eins og dæmið um Kolbein Finnsson sýnir.
Fleiri dæmi  má nefna eins og Guðlaug Victor, sem lítið fær að spreyta sig hjá frekar lélegu b-deildar liði á Englandi. Sama má segja um Stefán Þórðar sem vermir yfirleitt bekkinn hjá sínu liði og ekki síst Alfons Sampsted, sem spilar lítið með ensku c-deildarliði! 

Nú síðast er Andri Baldursson tekinn inn í liðið en hann spilar lítið í Svíþjóð. Á meðan koma menn eins og Kolbeinn Þórðar ekki til greina, fastamaður í Gautaborg og Davíð Ólafs, sem spilar mikið með spútnik-liði í Póllandi og skorar reglulega! Þá hrósar landsliðsþjálfarinn Andra Guðjohns mikið en hann er oftar en ekki á bekknum hjá nýja liðinu sínu í Belgíu.
Menn eru m.a.s. farnir að sakna Birki Bjarna sem stendur sig enn vel á Ítalíu og skilja ekkert í því af hverju Aron Einar er valinn í liðið, spilandi í deild útbrunninna leikmanna á Arabíuskaganum!
Já. landsliðsþjálfarinn er fullur mótsagna og sérkennilegheita, sem gæti verið helsta ástæða þess að landsliðsmenninrnir melda sig nú "meidda" hver á fætur öðrum.


mbl.is Tvær breytingar á A-landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband