Heppnir í hálfleik!

Ekki var nú íslenska karlaliðið í fótboilta sannfærandi í fyrri hálfleik. Heilt yfir voru Svartfellingarnir betri og settu lengstum pressu á íslenska liðið. Hákon markmaður bjargaði marki tvisvar með flottri markvörslu áður en "markið" kom, sem var svo réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Annars var fátt um fína drætti hjá "strákunum okkar" og vou flestir þeirra frekar slappir. Aron Einar sýnilega verstur, í engri þjálfun og fór sem betur fer útaf snemma.
Merkilegt að hann hafi verið valinn í byrjunarliðið, og kannski enn merkilegra að fótboltaspekingarnir hafi nær allir viljað hann í byrjunarliðið.
Guðl. Victor kom inná og stóð sig vel, þannig að hann verður vonandi í byrjunarliðinu gegn Wales í næstu viku. Vörnin var góð hjá liðinu en miðjan slök nema Arnór Trausta sem var maður leiksins. Sóknin var einnig frekar döpur en batnaði við skiptingarnar þegar Mikael Ellerts og Ísak komu inná - og gerðu út um leikinn (stoðsending og mark). 


mbl.is Glæsilegur sigur Íslands í Svartfjallalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 458307

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband