Að eigin frumkvæði?

Þetta eru auðvitað stórtíðindi í íslenskum fótbolta. Hareide hættur sem þjálfari íslenska karlaliðsins í fótbolta!
Ánægjulegar fréttir að mati flestra held ég því þessi Norsari hefur ekki staðið undir væntingum. En að eigin frumkvæði? Eitthvað er það nú loðið.
Lengi hefur verið talað um að kominn væri tími á kallinn, en aðallega talað um há laun hans í því sambandi, ekki slakan árangur liðsins undir hans stjórn. Merkilegt!

Annars er þessi feluleikur með laun og launakröfur þjálfara karlalandsliðsins ansi þreytandi. Var það ekki í raun ástæða þess að Hareide hætti? Að KSÍ væri ekki tilbúið að borga honum áfram sömu háu launin og hann hefur haft (eða jafnvel hærri). Því hafi hann farið í fýlu og hætt?
Hvernig væri nú að hætta þessum feluleik og segja hlutina eins og þeir eru? Kannski vita allir þeir sem standa nærri landsliðinu hina raunverulegu ástæðu, en hvað með okkur hin? Eigum við ekki rétt á, sem áhugafólk um íslenskan fótbolta, að fá nánari skýringar á þessum tíðindum? Það finnst mér og eflaust finnst það fleirum.


mbl.is Åge hættur með landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 458409

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband