8.11.2024 | 08:49
Horfir á með "hryllingi"
Ekki hefur heyrst bofs frá þessum forsætisráðherra Hollands vegna fjöldamorða Ísraelshers á Gazabúum en þegar stuðningsmenn Palestínu og gagnrýnendur stríðsglæpa Ísraels á óbreyttum borgurum leyfa sér að svara ögrunum stuðningsmanna ísraelska fótboltaliðsins heyrist loks hljóð úr horni.
Ísraelsku fótboltabullurnar gengu um götur Amsterdam, veifandi ísraelska fánanum og hrópuðu slagorð til stuðnings þjóðarmorðinu á Gaza - og komust upp með það því lögreglan gerði auðvitað ekkert til að stöðva það.
Hún var hins vegar ekki seint til þegar stuðningsmenn Gazabúa sættu sig ekki við þessar ögranir - og afskiptaleysi löggunnar - og réðist gegn mótmælendum.
Ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Holllandi sýna fasistískar tilhneigingar sínar.
Og af hverju er Ísrael leyft að keppa á alþjóðlegum mótum? Er ekki kominn tími til að stoppa það? Já, hræsnin í stjórnvöldum í Evrópu er yfirgengileg.
Fordæma árásir á ísraelska áhangendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 8. nóvember 2024
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 44
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 458090
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar