Enn eitt okrið

Ástæðan fyrir þessari hækkun er einföld. Ríkisstjórnin fráfarandi með Guðlaug Þór í fararbroddi stofnaði til skrifstofu "út í bæ" eins og garðyrkjubændur benda á, og þar með hækkaði raforkuverð um tugi prósenta. Nánar tiltekið er ástæða hækkunarinnar sú að á næstu árum megi búast við orkuskorti í landinu. Þessi mikla hækkun er þannig ekki tilkomin vegna þess að í dag hefur orðið þetta mikið dýrara að framleiða raforkuna, heldur vegna þess að í framtíðinni mun verða meiri eftirspurn eftir henni! Gróði orkusölufyrirtækjanna mun með þessu stóraukast strax í dag með tilkomu þessarar skrifstofu úti í bæ, eða þessa "viðskiptavettvangs" sem forstjóri Landsvirkjunnar kýs að kalla króann:
https://www.visir.is/g/20242664920d/ekki-benda-a-mig-segir-for-stjori-lands-virkjunar

Svo leyfa sumir fjölmiðlar að tala um kosti þessa fyrirkomulags, "kosti" sem í raun felast ofur einfaldlega í því að kostnaðurinn við þetta lendir á hinum almenna notenda, þ.e. heimilunum, en orkufyrirtækin og milliliðurinn græða.
Já, Sjálfstæðisflokkurinn sér um sig og sína eins og venjulega en vonandi erum við laus við hann í náinni framtíð. Hins vegar er þess varla að vænta að ný ríkisstjórn breyti þessu því bæði Samfylking og Viðreisn virðast aðhyllast svipaða stefnu, það er að auka raforkuframleiðslu með vindmyllum sem mun þýða enn hærra raforkuverð til heimilanna. Það er nefnilega miklu dýrara að framleiða raforku með vindmyllum en með vatns- eða gufuvirkjunum.


mbl.is Verð á raforku hækkað um allt að 37% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband