7.12.2024 | 21:19
"uppreisnarmenn" eða terroristar?
Merkilegur þessi fréttaflutningur frá Sýrlandi. Vestrænir fjölmiðlar þykjast að venju flytja hlutlausar fréttir en það er ljóst að áður stimpuð hryðjuverkasamtök eru allt í einu orðin uppreisnarmenn þar á bæ, vegna þess að þau beinast gegn "réttum" aðilum.
Áður hefur verið sagt að Tyrkir styðji þetta lið en í glænýrri yfirlýsingu taka þeir undir með Katar, Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Egyptalandi, Írak, Íran og Rússlandi um að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, og þessi sókn "uppreisnarmanna", ógni ekki aðeins stöðugleika á þessu svæði heldur einnig á heimsvísu.
Einu aðilarnir sem virðast styðja þetta lið og útvega þeim vopn eru þannig Ísrael og Bandríkin - og svo auðvitað vestrænir fjölmiðlar með sínar "hlutlausu" fréttir. Spurning einnig með ESB.
Er ekki með þessu verið að stofna til þriðju heimstyrjaldarinnar með vopnasendingum til "terrorista" sem nýtast nú vel fyrir Kanann og fleiri? Að færa stríðsátök út á sem flestum svæðum og skiptir engu máli með hvaða meðölum það er gert?
Segja öflugar varnir umhverfis Damaskus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. desember 2024
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar