Hræsnin mun síst þér sóma

Brot Ísraela á alþjóðalögum með framferði sínu á Gaza er "hryllileg" en ekki endilega þjóðarmorð, það sé lagatæknilegt atriði. Já, Þorgerður Katrín kann að orða hlutina. Um daginn talaði hún um hið mikilæga, góða samband við vinina í vestri, þ.e. Kanann, og hvað fyrri utanríkisráðherrann okkar hafi staðið sig vel í því sambandi. Og blessunin hún NATO er lífsnauðsyn fyrir "varnir" Íslands. Á sama tíma voru Bandaríkjamenn að veita Ísrael 8 milljarða króna hernaðaraðstoð til að "endurnýja" herbúnað sinn, þ.e. til að geta haldið áfram að drepa almenna borgara í Palestínu og nágrannalöndunum. Já, hræsnin er söm við sig.

Ég las fyrir stuttu ritdóm um leik föður Þorgerðar, Gunnars Eyjólfssonar, Þar segir m.a.
"Það er ekki neitt verulegt last um Gunnar þó manni detti stundum í hug að ekki muni hann alltéð skilja mikið eða leggja óþarflega upp úr öllu sem honum er falið að segja í hlutverkum sínum; honum er allra manna sýnst um glæsibrag framsetningar og framgöngu á sviðinu."

Er þetta ekki einnig fín lýsing á dótturinni, öll á yfirborðinu í pólitísku hlutverki sínu en lítið á dýptina?


mbl.is „Þessum hryllingi verður að linna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband