7.1.2025 | 12:36
Strax byrjað að afsaka sig?
Það er nú full djúpt í árinni tekið að tala um mikið áfall við að Aron geti ekki spilað alla leikina á HM. Hans stórtíð er jú löngu lokið og frekar spurning en hitt hvort hann hafi nokkuð erindi lengur í landsliðið.
En Snorri þjálfari er klókur gaur og veit sem von er að ef illa gengur á mótinu þá er starf hans í hættu. Því er eins gott að byrja sem fyrst að afsaka sig.
Þá hefur hann og Aron verið full yfirlýsingaglaðir að undanförnu, greið leið uppúr riðlinum, þrátt fyrir að Slóvenar séu með í honum, þjóð sem hærra skrifuð en Íslendingar í handboltanum og urðu í 4. sæti á síðasta EM ef ég man rétt (en Ísland í því 10.).
Hrokafullar yfirlýsingar ekki satt?
Mikið áfall fyrir íslenska landsliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. janúar 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 12
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 291
- Frá upphafi: 459924
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 256
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar