(Kalda)stríðsáróður

Danir gera það ekki endasleppt í hernaðarhyggju sinni (reyndar eru öll Norðurlöndin þar sek). Þeir ætla að stórauka framlög til hermála en rífast þó um hvar eigi að taka peningana. M.a.s. innan stjórnarinnar er tekist á um þetta. Hægra liðið vill fyrst og fremst skera niður í velferðarkerfinu en kratarnir í stjórn vilja að skorið sé jafnt niður (eða álögum deilt jafnt). 
Hins vegar er þetta varla nokkur frétt því henni var strax mótmælt af sérfræðingum á sviði hermála. Þetta sé mjög ólíklegt. Meðal annars er bent á að þá þyrfti NATÓ að vera liðið undir lok og að Evrópulöndin hætti að hervæðast. Þá eru Rússar þegar illa haldnir vegna stríðsins í Úkraínu (og Kúsk) og hafa engan áhuga á að færa átökin út. Reyndar hafi þeir aldrei haft neinn áhuga á að hefja stríð við ESB-löndin. Þá hafa þeir margoft lýst því yfir að þeir vilji ekki stríð við NATÓ.

En Mogginn birtir auðvitað aðeins það sem þjónar þeirra (kalda)stríðsáróðri - og miðhægri stjórnin (og Þorgerður Katrín) spilar með.

https://www.dr.dk/nyheder/indland/eksperter-afviser-risikoen-en-storskalakrig-i-europa


mbl.is Gætu hafið stórstyrjöld innan fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.2.): 50
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 460378

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband