18.2.2025 | 19:02
Þétta raðirnar og taka þátt?
Illa láta Natólöndin í Evrópu þessa dagana. Vilja endilega koma á friði í Úkraínu með því að stórauka útgjöld til hermála. Friður með stríði?
Þessi skyndilega hervæðing er auðvitað enn merkilegri í ljósi þess að núna fyrst er farið að ræða um frið á svæðinu og stofna til funda þar um. Áður hefur enginn rætt um hugsanlegan frið í stríðinu, hvorki Bandaríkjamenn né Evrópuþjóðirnar. Nú loksins er friður svo rosalega æskilegur en hvernig friður er það? Friður með öfugum formerkjum?
Friður með þátttöku Evrópuþjóðanna í stríðinu við hlið Úkraínumanna? Friður með vopnavaldi? Það er eitthvað meira en lítið ruglað við þessa röksemdafærslu.
Þá hlýtur það að vekja athygli að öll Norðurlöndin og baltnesku löndin þrjú sendu harðlínukerlinguna dönsku, kratann Mette Fredriksen, sem fulltrúa sinn á "öryggismálastefnuna" í Munchen. Ekki aðeins það að hún, og stjórn hennar, rekur hörðustu útlendingapólitík í Evrópu heldur hefur hún einnig veitt Úkraínu mestan hernaðarlegan stuðning af öllum Evrópuþjóðum hingað til.
Og nú boða Mette þessi stóraukin útgjöld Dana til hermála. 50 milljarða danskra króna til að kaupa hergögn, upphæð sem samsvarar um 1000 milljörðum íslenskum!
Þessi hernaðar- og stríðsóða frauka var þannig fulltrúi Íslands á áðurnefndri ráðstefnu - og utanríkisráðherrann okkar tekur heilshugar undir með henni. Við tökum þátt!
Og gagnrýnisraddirnar? Þær heyrast varla, hvorki í Danmörku né hér á landi. Það flokkast kannski undir landráð að vara við þessum stríðsæsingi - og er fangelsissök?
Já, það er stutt í fasismann í þessum mikla heimshluta lýðræðis, opinnar umræðu og frelsis!
![]() |
Evrópa þéttir raðirnar og Ísland á að taka þátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. febrúar 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.2.): 0
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 390
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 343
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar