Macron að bjarga andlitinu heima fyrir?

Sjarm-sókn Macrons með heimsókn sinni í Hvíta húsið til "vinar" síns, Trumps, er greinilega gerð til að bæta stöðu hans heima fyrir. Þar hefur hann átt mjög í högg að sækja eftir kosningarnar í Frakklandi í fyrra þar sem flokkur Macrons beið afhroð, tapaði miklu fylgi.
Í kjölfar þessa ósigurs hefur hann komið því til leiða að flokkur hans heldur enn völdum þrátt fyrir að lítinn stuðning á þingi. Macron hefur þannig í raun afnumið þingræðið í landinu með því til dæmis að skipa fjárlög án samþykki þingsins og þar sem afnema löggjafarvald þess að hluta.
Því er honum mikil nauðsyn að sýna fram á að hann sé í leiðtogahlutverki í Evrópu og standi vörð um öryggi ESB-landanna (og NATÓ). Segja má að þetta hafi honum tekist með því að halda góðu sambandi við Trump, þrátt fyrir allt. 

Líklega hefur fundur Selenskís og Trump, í boði Macrons, í París í desember síðastliðnum haft þar mikið að segja. Eftir myndum að dæma af þeim fundi hefur Selenski móðgað Trump, sem skýrir fjandsamleg ummæli Bandaríkjaforseta í garð Úkraínumannsins. Þá gekk Macron á milli sem hinn viðkvæmi (og hégómlegi) Trump kunni að meta. Þar hljóp Selenskí illilega á sig, sem hann í raun viðurkennir nú með því að bjóðast til að segja af sér.
Sjá hér myndina sem sýnir móðgunina - og tilraun Macrons til að stöðva Selenski - glögglega. Hinn litla karl sem er að gera sig breiðan:

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-12-07-zelensky-raeddi-vid-trump-um-horfur-stridsins-i-ukrainu-430470


mbl.is „Enginn leiðtogi heimsins höndlar Trump eins vel og Macron“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 43
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 460988

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband