7.2.2025 | 13:59
Þróunar- og mannúðarstofnun, eða einfaldlega njósnastofnun?
Fínt skal það vera "þróunar- og mannúðarstofnun"! Nær væri þó að kalla hana njósna- og áróðursstofnun en hún starfar sem slík um nær allan heim.
Innan hennar hefur t.d. verið starfandi deild sem á að stuðla að lýðræði, mannréttindum og réttlæti. Hún hefur einkum starfað í fyrrum sovétlýðveldum til að grafa undan áhrifum Rússa þar (því þetta fegrunarhugtak sem einkennir jú Kanann, "réttlæti"!).
Árið 2016 voru starfmenn um 10 þúsund (ekki 40.000 eins og haldið er fram af vestrænu pressunni um að muni missa vinnuna við þetta). Þar af voru um 7000 manns starfandi úti á örkinni ("field missions").
Stofnunin hefur m.a starfað í Afganistan, samhliða hernámi USA á landinu; Írak (t.d. með því að aðstoða við að undirbúa innrásina í landið árið 2003); Kúbu (með undirróðursstarfsemi); Bólivíu (undir því yfirskyni að berjast gegn kókaínræktun í landinu). Starfsmönnum hennar þar var vísað úr landi árið 2013 fyrir að reyna að grafa undan ríkisstjórninni þar.
Stofnunin hefur verið harðlega gagnrýnd allt frá 1950. Meðal annars fyrir að grafa undan ríkisstjórnum þeirra landa sem njóta aðstoðar hennar, fyrir að féð frá henni sé misnotað, fyrir að starfa náið með CIA njósnastofnuninni m.a. í því að starfsmenn CIA hafi starfað sem hjálparstarfsmenn á vegum USAis, fyrir að þjálfa lögreglu í pyntingaraðferðum o.s.frv.
Í Brasilíu hafa starfsmenn hennar verið sakaðir um að styðja hægrisinnaða stjórnmálaflokka. Einnig hafa mörg lönd í Mið- og Suður-Ameríku krafist þess að starfsmenn stofnunarinnar verði reknir úr landi (árið 2012).
Fjölmargar rannsóknir sýna að "aðstoð" þessi sé notuð í pólitískum tilgangi, einkum með mútum. Meira að segja lönd sem setið hafa í Öryggisráði SÞ hafa notið þessarar aðstoðar. Jemen er nefnt sem dæmi (2009). Einnig hefur hún skipt sér af starfi NGO sem eru frjáls góðgerðarsamstök, starfandi um allan heim, m.a. í Palestínu. Þá tók hún virkan þátt í ófrjósemisátaki með hægri stjórninni í Perú á 10. áratugnum þar sem um 300.000 frumbyggjar voru vanaðir.
Því er óhætt að segja að farið hefur fé betra og að þetta sé það eina sem hefur komið af viti frá Trump (og Musk) til þessa.
https://en.wikipedia.org/wiki/United_States_Agency_for_International_Development
![]() |
Ætla að fækka starfsfólki um 97% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. febrúar 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.2.): 66
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 460275
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar