13.3.2025 | 07:26
Evrópulöndin andvíg friði í Úkraínu
Ljóst er af þessi frétt og ótal yfirlýsingum leiðtoga Evrópuríkjanna, þar á meðal íslensku ríkisstjórnarinnar, að Evrópa leggst alfarið gegn hugmyndum Bandaríkjastjórnar um raunverulega frið í Úkraínu.
Það sama er að gerast nú og gerðist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Istanbúl sem hófust 10. mars 2022. Samningur var lagður fram 17. mars og 15. apríl og munaði litlu að hann yrði samþykktur af báðum aðilum. Vesturlönd komu hins vegar í veg fyrir það, m.a. vegna þess að þau sættu sig ekki við að Úkraína yrði hlutlaust land!
Þetta er enn þvert á það sem Evrópuþjóðirnar vilja. Þær krefjast þess að úkraínski herinn verði efldur með vopnum og með aðstoð frá Vesturlöndum - og hafna með öllu afvopnun hersins.
Þetta þó þær viti að Rússar munu aldrei samþykkja slíkt.
Rússar krefjast þess hins vegar að Vesturlönd hætti með öllu að sjá Úkraínu fyrir vopnum og að þjálfa úkraínska hermenn. Ennfremur að landið láti af öllum áformum um að gerast meðlimur í Nató og verði í þess stað hlutlaust ríki. Það verði einnig að fækka stórlega í herliði sínu.
Þetta eru þær forsendur sem Rússar setja fyrir friði á svæðinu, forsendur sem Evrópa hafnar með öllu og vill þannig halda stríðinu áfram með öllum ráðum.
Úkraínustríðið er í raun og veru styrjöld Evrópu (Nató reyndar því Kaninn er enn með) við Rússland með Úkraínu sem staðgengil sinn (proxy war), þ.e. stríð sem Evrópulöndin (og Nató) styrkja að fullu en þurfa ekki að fórna neinum mannskap í það (láta Úkraínu sjá um mannfórnirnar að mestu, auk "sjálfboðaliða" úr vestrinu).
![]() |
Segir víðtæka samstöðu vera að myndast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. mars 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.3.): 47
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 265
- Frá upphafi: 461673
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 213
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar